Fara í efni
Pistlar

Körfubolti: Þórsarar mæta Hetti í kvöld

Smári Jónsson í leik gegn Breiðabliki fyrr í haust. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Þórsarar taka á móti liði Hattar í kvöld í 6. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15.

Þórsurum hefur aðeins tekist að landa einum sigri í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og sitja í 10. sætinu. Ásamt Þór hafa Hamar og KV einnig unnið einnleik, en fyrir neðan þessi lið er Fylkir á botninum án sigurs. 

Þórsarar fá Héraðsbúa í heimsókn í Höllina í kvöld. Lið Hattar féll úr Bónusdeildinni síðastliðið vor og hefur byrjað tímabilið í 1. deildinni ágætlega, unnið fjóra leiki og tapað einum. 

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Höttur

Höttur vann nauman heimasigur á Selfyssingum í síðustu umferð, 85-82, en Þórsarar voru kjöldregnir af Haukum í Hafnarfirði, 110-68.

- - -

Kappleikir næstu daga:

  • Föstudagur kl. 19: Þór - Afturelding, Olísdeild karla í handknattleik
  • Föstudagur kl. 19: Afturelding - KA, Unbroken-deild kvenna í blaki
  • Laugardagur kl. 15: KA/Þór - Selfoss, Olísdeild kvenna í handknattleik
  • Laugardagur kl. 16: Þór - Stjarnan b, 1. deild kvenna í körfuknattleik
  • Laugardagur kl. 16:45: SA - SR, Toppdeild karla í íshokkí
  • Laugardagur kl. 19:30: SA - SR, Toppdeild kvenna í íshokkí

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30

„Brave“

Michael Jón Clarke skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 17:00

Hús dagsins: Aðalstræti 40 (Bibliotekið)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 06:00

Rauði Skódinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. nóvember 2025 | kl. 06:00

Frystiklefafælni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. nóvember 2025 | kl. 06:00