Fara í efni
Pistlar

KA handhafi allra stóru titlana í blaki!

Íslandsmeistarar KA kampakátir í kvöld. Myndir: Ármann Hinrik

KA varð Íslandsmeistari í blaki karla í kvöld eftir 3:1 sigur á Þrótti frá Reykjavík í þriðja og síðasta úrslitaleiknum. Félagið er þar með Íslands-, deildar- og bikarmeistari bæði í karla- og kvennaflokki. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í gær eins og fram hefur komið.

KA vann Þrótt 3:0 í fyrsta úrslitaleiknum á heimavelli, vann síðan 3:2 í Laugardalshöllinni og úrslit í mótinu réðust í kvöld í jöfnum og spennandi leik í KA-heimilinu. KA vann fyrstu hrinuna 26:24 og þá næstu 25:22. Þróttur vann hins vegar þriðju hrinuna örugglega, 25:18, en fjórða hrinan var æsispennandi eins og tvær þær fyrstu, en KA knúði fram sigur, 26:24. 

Nánar á morgun

Gísli Marteinn Baldvinsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

KA-menn fagna sigrinum í kvöld - og þar með fullkomnum árangri í vetur.

Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu

Orri Páll Ormarsson skrifar
02. maí 2025 | kl. 11:00

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00