Fara í efni
Pistlar

Ævarr í þriðja skipti Danmerkurmeistari

Ævarr Freyr með viðurkenningu sína fyrir að vera besti libero dönsku blakdeildarinnar í ár. Mynd: Facebook síða KA

Ævarr Freyr Birgisson varð Danmerkurmeistari í blaki með liði sínu, Odense, í síðustu viku. Það var þriðja árið í röð sem liðið sigrar, en auk þess að verða Danmerkurmeistari urðu þeir bikarmeistarar fyrr í vetur. Ævarr er uppalinn í KA og átti frábæran tíma þar áður en hann flutti til Danmerkur. Hann fékk sérstök verðlaun í ár sem besti libero tímabilsins.

Odense sigraði liðið Gentofte Volley, þar sem þeir unnu 3-0 í einvígiskeppni eins og haldin er hér heima. Odense sigraði alla þrjá leikina eins, þannig að Gentofte tók fyrsta settið, en Ævarr og félagar í Odense komu sterkir til baka og sigruðu 3 sett í röð eftir það.

Ævarr var valinn blakmaður ársins hjá Blaksambandi Íslands í fyrra, en hér má lesa frétt Akureyri.net um valið. 

 

Mikil fagnaðarlæti blakaranna í Odense Volleyball þegar bikarinn var kominn í hús. Mynd: Facebook síða KA

Chelsea

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
19. maí 2025 | kl. 11:30

Kattaraugun

Jóhann Árelíuz skrifar
18. maí 2025 | kl. 06:00

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00

Hvernig koma á Skoda upp brekku

Orri Páll Ormarsson skrifar
16. maí 2025 | kl. 15:00

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20

Export

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
12. maí 2025 | kl. 11:30