Fara í efni
Pistlar

Hafa aldrei fengið meira bóluefni í einu

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fær á morgun 1.100 skammta af AstraZeneca bóluefninu og 1.200 skammta af Pfizer bóluefninu. Stofnunin hefur aldrei fengið jafn mikið efni í einu.

AstraZeneca efnið verður notað til að ljúka við að bólusetja íbúa fædda 1951 og fyrr. Efnið frá Pfizer fá þeir sem fengu fyrri bólusetningu 16. til 19. mars, heilbrigðisstarfsmenn sem starfa utan stofnana við heilbrigðisstörf og fólk sem fætt er 1952 til 1956 og er með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er stór hópur svo efnið sem berst á morgun dugar ekki til að klára að bólusetja alla, en því verður haldið áfram eftir því sem bóluefni berst, skv. upplýsingum frá HSN.

  • Miðvikudag 7. apríl verður fólk fætt 1951 og fyrr bólusett á Akureyri. Þeir í þeim hópi sem hafa ekki farsíma, og fá því ekki boð með sms, eru beðnir um að mæta á slökkvistöðina milli klukkan 13.00 og 15.00.
  • Fimmtudag 8. apríl eiga þeir að mæta á slökkvistöðina á Akureyri sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 18. mars. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina milli klukkan 9.00 og 11.00. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer eiga einnig að mæta á fimmtudaginn. 

Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum árgöngum og hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15