Fara í efni
Pistlar

Hafa aldrei fengið meira bóluefni í einu

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fær á morgun 1.100 skammta af AstraZeneca bóluefninu og 1.200 skammta af Pfizer bóluefninu. Stofnunin hefur aldrei fengið jafn mikið efni í einu.

AstraZeneca efnið verður notað til að ljúka við að bólusetja íbúa fædda 1951 og fyrr. Efnið frá Pfizer fá þeir sem fengu fyrri bólusetningu 16. til 19. mars, heilbrigðisstarfsmenn sem starfa utan stofnana við heilbrigðisstörf og fólk sem fætt er 1952 til 1956 og er með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er stór hópur svo efnið sem berst á morgun dugar ekki til að klára að bólusetja alla, en því verður haldið áfram eftir því sem bóluefni berst, skv. upplýsingum frá HSN.

  • Miðvikudag 7. apríl verður fólk fætt 1951 og fyrr bólusett á Akureyri. Þeir í þeim hópi sem hafa ekki farsíma, og fá því ekki boð með sms, eru beðnir um að mæta á slökkvistöðina milli klukkan 13.00 og 15.00.
  • Fimmtudag 8. apríl eiga þeir að mæta á slökkvistöðina á Akureyri sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 18. mars. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina milli klukkan 9.00 og 11.00. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer eiga einnig að mæta á fimmtudaginn. 

Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum árgöngum og hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00