Fara í efni
Pistlar

Gefa tvær milljónir í neyðarsöfnun fyrir Gaza

Þorsteinn K. Björnsson, formaður Rauða krossins við Eyjafjörð. Mynd: Vefsíða Eyjafjarðardeildar Rauða krossins

Eyjafjarðardeild Rauða krossins á Íslandi er sú elsta sinnar tegundar á Íslandi. Um þessar mundir fagnar deildin 100 ára afmæli, en sérstök afmælishátíð var haldin í sal félagsins að Viðjulundi 2 í gær. Þar var á dagskrá að Þorsteinn K. Björnsson, formaður, myndi vera með tilkynningu fyrir hönd deildarinnar. Það kom í ljós að ákveðið hefði verið að gefa tvær milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza. 

Í frétt á vef deildarinnar segir; Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum

Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza, þar sem neyðin er gífurleg eftir langvarandi átök. Vopnahlé hefur verið komið á, en ástandið á svæðinu er enn afar alvarlegt. Yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.

Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur til fjölda ára lagt sitt af mörkum til neyðarsafnana vegna náttúruhamfara og átaka víðs vegar um heiminn. Með þessu framlagi vill deildin leggja sitt af mörkum til að styðja viðbragð Rauða krossins á svæðinu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til neyðarsöfnunarinnar geta gert það með framlögum hér.

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00