Fara í efni
Pistlar

Fræðafólk í HA í stórum hópi áskorenda

Hafsvæðið sem um ræðir, miðhluti Norður-Íshafsins, tekur hröðum breytingum í takt við hlýnun jarðar. Hér fyrir miðri mynd. Mynd: Ocean Conservancy

Um 1000 rannsakendur og vísindamenn víðsvegar að, hvetja stjórnvöld á norðurslóðum til að gera alþjóðlegt samkomulag um miðhluta Norður-Íshafsins, en í hóp þeirra eru fjórir frá Háskólanum á Akureyri. Í frétt um málið á vef HA segir að í dag sé svæðið þakið ís en með hlýnun jarðar hörfar ísinn og í dag liggja fyrir tillögur um nýjar skipaleiðir og námuvinnslu neðansjávar sem geta ógnað viðkvæmum vistkerfum á svæðinu.

Vísindafólk sendir nú ákall til stjórnvalda eftir áframhaldandi tímabundinni stöðvun á allri starfsemi á svæðinu þar til búið er að skapa traustan ramma um sameiginlegar rannsóknir, eftirlit, gagnaflutning og stjórnun. Árið 2018 bönnuðu tíu ríki nytjar þar í atvinnuskyni til að verja svæðið og lífríkið. Ríkin sem um ræðir voru Kanada, ESB, Danmörk, Grænland, Ísland, Japan, Noregur, Kína, Suður-Kórea, Rússland og Bandaríkin.

Fyrst var varað við nauðsyn þess að vernda svæðið af meira en 2.000 vísindafólki árið 2012, og síðari rannsóknir hafa undirstrikað mikilvægi svæðisins á alþjóðavísu vegna hafstrauma, loftslagskerfa og líffræðilegrar fjölbreytni.

Hátt í 700 rannsakendur, þarf af fjórir frá Háskólanum á Akureyri hafa nú undirritað bréf þar sem hvatt til aðgerða svo vernda megi svæðið. Fara þarf fram með notkun á svæðinu með varúð og byggja á þekkingu frumbyggja og vísindafólks og stuðla að samvinnu sem skapar nauðsynlegan ramma um notkun á svæðinu til framtíðar.

Sana

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. ágúst 2025 | kl. 11:30

Leynimakk í dúkkuhúsi

Jóhann Árelíuz skrifar
10. ágúst 2025 | kl. 06:00

Að vera öðruvísi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er fitusprengd

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
09. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þegar ég var hugguleg stúlka

Orri Páll Ormarsson skrifar
08. ágúst 2025 | kl. 22:00

Hús dagsins: Leifshús

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 06:00