Fara í efni
Pistlar

Áskorun Nóa: „Það er töff að vera öðruvísi!“

Nói Björnsson formaður Þórs og Sigfús Fannar Gunnarsson sem kjörinn var iþróttakarl Þórs árið 2025 á samkomunni í Hamri. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Í ræðu sinni á verðlaunahátíð Íþróttafélagsins Þórs þann 6. janúar sl. talaði Nói Björnsson, formaður félagsins, m.a. beint til unga fólksins. Hann hvatti þau öll til að láta eiga sig að prófa áfengi og tóbak og minntist einnig á þann útbreidda ósið íþróttafólks að troða í vörina á sér.

Að auki nefndi Nói veðmálastarfsemi til sögunnar, sem annan vágest sem væri orðinn sívaxandi vandamál í kringum íþróttirnar. „Þarna er enn einn óþverrinn að elta okkur öll með allskonar gylliboðum sem standast enga skoðun. Íþróttamenn og að sjálfsögðu engir aðrir ættu að koma nálægt þessum hlutum. Það er þekkt staðreynd að margir hafa tapað stórum peningaupphæðum sem í raun litlu skiptir, þegar við bætast fréttir um að fólk sé að taka líf sitt vegna veðmála,“ sagði Nói í ræðu sinni.

Nói tók fram að hann hafi tekið þá ákvörðun sem 16 ára gamall íþróttamaður að hann ætlaði aldrei að prófa neitt af þessu og við það hafi hann staðið – þrátt fyrir að hafa m.a. starfað við bjórframleiðslu í 30 ár.

„Þið hugsið kannski núna, hvað er þessi gamli feiti karl 65 ára að predika? Þetta er ekki predikun, þetta er áskorun frá formanni Þórs, látum íþróttirnar vera númer eitt,“ sagði Nói í brýningu sinni til unga fólksins. „Ég er gríðarlega stoltur af þessari ákvörðun og þess vegna leyfi ég mér að segja þessa hluti hérna fyrir framan þennan hóp. Það er bara allt í lagi að vera öðruvísi og taka sjálfstæðar ákvarðanir.“

Nói nefndi að oft verði til svokallaður hópþrýstingur í íþróttum „og það er vont mál ef einstaklingar fá ekki að taka svona ákvarðanir vegna hópþrýstings. Ég ítreka það, það er töff að vera öðruvísi! Vertu öðruvísi ef þess þarf!“

Ræða Nóa Björnssonar í heild

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45

Lausnin 7/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Aufúsugestir í Eyrarvegi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Lausnin 6/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
10. janúar 2026 | kl. 06:00

Sópaði Strákunum okkar út á fimm sekúndum

Orri Páll Ormarsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 14:00