Fara í efni
Pistlar

Afmælisljóð til Akureyrarkaupstaðar

AKUREYRARSONNETTUR 2023

Fyrsta

Ég trúi á þig óskabærinn fagri,
þú ætíð sýnir veðurs ljúfu blíðu
þótt fyrrum hafi geisað stundir stríðu
er stímdi inn Eyjafjörðinn Helgi magri.

Við höfum allt til þess að una glaðir.
Akureyrin gefur birtu og hlýju.
Vonir bældar kvikna kærar að nýju,
kátur streymir andi í vorar raðir.

Sumrin björtu er sunnan hiti og gjóla,
saman gleðjast ríkir og lítilmagninn,
ókeypis fyrir öll í strætisvagninn
og einkar gott að rölta um og hjóla.

Til þarfra verka þúsundföld er getan
þótt búið sé nú allt sem heitir metan.

Önnur

Bærinn okkar er ljúfur lystigarður
og lífið blómstrar í hans glæstu byggðum.
Íbúar prýddir dugnaði og dyggðum,
dýrðleg tilvist er þeirra sanni arður.

Börnin litlu leikskólaplássið hreppa,
læra þeirra foreldrar eða vinna.
Flestir hérna hamingju sanna finna
og hafa að svo mörgu góðu að keppa.

Já, skólar og vinna, keyrsla og kraftur,
krefjandi verkefni bíða í hrönnum.
Það er varla að við eftirspurn önnum
og allir vilja hingað koma aftur.

Mættu þó fleiri hunsa sunnan sollinn
og setjast hér að við lognsléttan Pollinn.

Þriðja

Skáldanna bæ má kalla Akureyri,
ætíð hafa þau verið borin höndum.
Listamenn á lífsins ólgandi ströndum
leitað hafa norður í griðin meiri.

Hugvitið og háleit markmiðin leiða
hendur okkar á móti nýjum tíma.
Ávallt skal við verðug verkefni glíma
því vogun gefur framtíð nýja og breiða.

Byggjum hraðar og búum þegnum næði,
bæta viljum gott mannlíf meir en ella.
Hver þegn er okkar trausta hjálparhella,
höfum hér öll og einstök lífsins gæði.

Hér er tilgangur traustur og vel gildur,
tauminn leiðir bæjarstjóri Ásthildur.

_ _ _

Smellið hér til að sjá Stefán Þór lesa sonnettuna

Stefán Þór Sæmundsson er skáld og íslenskukennari

Ýviður á Íslandi

Sigurður Arnarson skrifar
17. júlí 2024 | kl. 15:00

Milliliðir maka krókinn

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
16. júlí 2024 | kl. 09:30

Dauðinn bak við stýrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. júlí 2024 | kl. 11:30

Blautir draumar

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. júlí 2024 | kl. 12:30

Ruslakallinn er með vasadiskó!

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. júlí 2024 | kl. 10:10

Sögur úr Kjarna

Sigurður Arnarson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 09:00