Fara í efni
Umræðan

Vinstra vor í Akureyrarbæ

Það kann að hljóma undarlegt að tala um vorið þegar haustlægðirnar ganga yfir og daginn styttir hratt. En það er einmitt þannig: nýtt vor er í uppsiglingu í pólitíkinni. Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og loftið ilmar af kosningavetri.

Á Alþingi er staðan alvarleg: þar situr hvorki vinstri flokkur né grænn flokkur. Málsvarar náttúrunnar hafa verið þaggaðir niður og málefni umhverfis og náttúruverndar hafa verið sett til hliðar. Það má ekki viðgangast.

Vinstri græn hafa setið í sveitarstjórn hjá Akureyrarbæ síðan árið 2002. Ég get með fullri vissu sagt að það hafi skipt máli þegar kemur að félagslegu réttlæti, náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum og kvenfrelsi. Sögur af andláti flokksins eru stórlega ýktar, við ætlum að halda áfram að tala fyrir vinstri málefnum og vera rödd náttúrunnar bæði á sveitarstjórnarstigi og í landsmálum. Samfélag okkar má ekki við því í dag að hafa engan málsvara náttúru.

Vinstri græn eru skýrt og öflugt val í næstu sveitarstjórnarkosningum. Vinstri græn er valkostur fyrir náttúruvernd og umhverfismál. Það er nefnilega svo að náttúruvernd hefst í heimabyggð.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri

 

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00