Fara í efni
Umræðan

Verulegt rými til framfara

SAMFÉS samtök félagsmiðstöðva, Félag fagfólks í frítímaþjónustu og FÍÆT Félag íþrótta- æskulýðs og tómstundafulltrúa sveitarfélaga héldu samstöðufund um daginn. Tilefnið „skipulagsbreytingar“ í æskulýðsmálum á Akureyri.

Á fundinum kom berlega í ljós að það er alveg sama hvar borið er niður í fag- og fræðaumhverfinu og meðal ungmenna á Akureyri og örugglega mun víðar, breytt skipulag í æskulýðsmálum hjá Akureyrarbæ er fúsk.

Það er líka alveg sama hvar gripið er niður, í greinargerð með breytingum, í skrifum sviðstjóra Fræðslu- og lýðheilsusviðs (sem virðist vera sú eina sem tjáir sig fyrir hönd Akureyrarbæjar?) og í starfslýsingum. Niðurstaða er öll á einn veg. Í praxis er verið að leggja niður eiginlegt starf félagsmiðstöðva á Akureyri sem hafa um langa hríð verið undir fjármagnaðar. Fjármagn „eyrnamerkt“ félagsmiðstöðvastarfi er í raun sett inn sem stoðþjónusta í formlegu skólastarfi.

Starfslýsing í „nýjum“ störfum eru um tvær og hálf síða ca 300% starf sem inna á af hendi í 80 - 100% starfshlutfall – rúsínan í pylsuendanum er svo þessi setning: „Starfslýsing er ekki tæmandi upptalning á verkefnum starfsmanns, honum ber að sinna þeim verkefnum sem honum eru falin af yfirmanni.“ (sem er fagmaður annara eiginda þ.e. skólastjóri)

Að sögn „þurfti“ að vinna þessar breytingar í kyrrþey þar sem málið væri svo „viðkvæmt“ og þessi vegna var ekki hægt að ræða þær neitt? Það er svo nýtt sem röksemd fyrir algeru samráðsleysi við öll sem málið varðar og án nokkurrar aðkomu nokkurs úr fag- og fræðasamfélaginu. Myndi einhverjum af kjörnum fulltrúum Akureyrarbæjar þykja tilhlýðilegt að vinna grundvallar breytingar á skólastarfi, skipulagsmálum í, íþróttamálum í bæjarfélaginu með sömu „aðferð“? Getur verið, er hugsanlegt, að hluti þessa máls sé sú að ungt fólk hafi ekki nægilega sterka rödd? Eru viðhorf bæjaryfirvalda virkilega með þeim hætti að þau, og eða bara öll sem málið varðar, skipti ekki máli?

Ef marka má viðtöl við sviðstjórann, og í ljósi þess að hann sé að tjá sig í umboði meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar, þá verður þessum breytingum ekki hvikað, málið sé í raun útrætt? Það eru virkilega vond tíðindi. Ferli og framkvæmd málsins bæði stjórnsýslulega sem og fag- og fræðilega gefur svo sannarlega tilefni til þess að staldra við. Þarna er svo sannarlega rými til raunverulegra framfara.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: https://samfes.is/samstodufundur-samfes-fiaet-og-fff/

Árni Guðmundsson er félagsuppeldisfræðingur

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00