Fara í efni
Umræðan

Tollar ESB og fullunninn fiskur

Fyrr í vikunni var greint frá því í Viðskiptablaðinu að 90% landsmanna teldu miklu skipta að fiskur væri fullunninn hér á landi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup vann fyrir blaðið. Mest af þeim fiski sem veiddur er hér við land er fluttur til Evrópusambandsins. Í flestum tilfellum er fiskurinn ekki fullunninn einkum vegna tolla sambandsins í gegnum EES-samninginn sem eru allajafna hærri eftir því sem hann er fluttur út meira unninn.

Helztu rökin fyrir aðild Íslands að EES-samningnum á sínum tíma voru þau að við áttum að njóta sérstakra tollakjara með sjávarafurðir sem þeim ríkjum sem væru ekki aðilar að honum stæði ekki til boða. Við höfum þó aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn á sama tíma og sambandið hefur samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir.

Með öðrum orðum er EES-samningurinn og tollar sem honum fylgja hindrun í vegi þess að flytja út fullunnar sjávarafurðir í auknum mæli og þar með verðmætari vörur. Kæmi til þess að samningnum yrði skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina, myndi það væntanlega að sama skapi þýða fullt tollfrelsi með sjávarafurðir.

Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50