Fara í efni
Pistlar

Þeir fiska sem róa

VEIÐI –

Þeir eru all margir stangveiðimennirnir sem hafa beðið vorveiðinnar með eftirvæntingu eftir langan vetur. Veiðistöngin legið óhreyfð frá síðasta hausti og sannarlega kominn tími til að viðra hana. Íslensk veðrátta tekur þó ekki alltaf tillit til þessara eftirvæntingafullu veiðimanna og oftar en ekki minnir fátt á vorið hér norðan heiða þegar vorveiðin hefst. En, eins og máltækið segir, þeir fiska sem róa!

Stefán Sigurðsson var við veiðar í Eyjafjarðará síðast liðna helgi ásamt syni sínum Matthíasi, Sigurði föður sínum og fleirum en Eyjafjarðará opnaði fyrir vorveiði 1. apríl. Við gefum Stefáni orðið; „Við áttum stórkostlega þrjá daga í Eyjafjarðará. Fengum alls 40 til 50 sjóbirtinga, flesta á bilinu 60 til 70 sm en stærstu fiskarnir voru 85 sm og þó nokkrir á milli 80 og 85 sm sem er náttúrlega alveg frábært.“

Þess má geta að 80 sentimetra sjóbirtingur vegur um 6 til 7 kíló.

Stefán segist ekki hafa veitt í Eyjafjarðará í hátt í 25 ár svo það hafi verið magnað að rifja upp gamla takta með föður sínum, Sigurði Gestsyni og syninum Matthíasi. Stefán kveðst alinn upp við veiðar í Eyjarfjarðará og að hann hafi sennilega veitt hvern einasta blett í ánni ásamt öllum þverám og bæjarlækjum. Þessi ferð hafi því verið einstaklega skemmtileg þrátt fyrir kulda og vosbúð eins og tilheyrir vorveiðinni.

Að sögn Rósberg Halldórs Óttarssonar sem situr í stjórn Eyjafjarðarár hefur vorveiðin farið vel af stað þegar tekið er mið af aðstæðum. Mikið ísrek og klaki hafi verið neðan til í ánni sem torveldaði veiði en vel hafi veiðst á svæðunum fyrir ofan. Frá 1. apríl eru komnir um 100 fiskar á land og þar af eru nokkrir myndarlegir höfðingjar en á þessum tíma árs er aflinn aðallega urriði ýmist staðbundinn eða sjógenginn. Í vorveiðinni í Eyjafjarðará er eingöngu leyfð fluguveiði og öllum afla skal sleppt.

Guðrún Una Jónsdóttir er formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. 

Matthías Stefánsson með fallegan sjóbirting í Eyjafjarðará um helgina.

Feðgarnir Sigurður Gestsson og Stefán Sigurðsson glaðir í bragði um síðustu helgi.

Matthías Stefánsson í Eyjafjarðará um helgina.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00