Þegar mamma eyðilagði jólin
Flest okkar upplifa strax í æsku þá órjúfanlegu hefð sem fylgir jólaundirbúningi. Ekki má breyta neinu, því allt á að vera eins og öll undanfarin jól.
Þannig hefst skemmtilegur pistill sem Akureyringurinn Þráinn Lárusson skrifar og akureyri.net birtir í dag. Þráinn er matreiðslumeistari og hefur í fjöldamörg ár verið áberandi sem athafnamaður í ferðaþjónustu á Austurlandi þar sem hann hefur rekið bæði veitingastaði og hótel.
Þegar ég var barn velti ég því fyrir mér, þegar miklu eldri bræður mínir fluttu að heiman og fóru að búa, hvað myndi gerast ef stelpan vildi nú frekar hafa rjúpur en KEA-hamborgarhrygg. Og jafnvel kannski sveppasúpu frekar en aspassúpu. Að mínu mati gerði þetta sambúð að hinu mesta glæfraspili, og þakkaði ég mínu sæla fyrir að vera bara 10 ára. Ekki fyndist mér koma til greina að gefa hamborgarhrygginn upp á bátinn – þennan órjúfanlega þátt helgihaldsins.
Pistill Þráins: Þegar mamma eyðilagði jólin