Fara í efni
Umræðan

Styðjum björgunarsveitirnar af krafti

Nú er í gangi ein helsta fjáröflunarleið björgunarveitanna. Björgunarsveitir landsins eru mannaðar sjálfboðaliðum sem leggja allt á sig fyrir samborgaranna. Auk þess að vera reiðubúnar að mæta til hjálparstarfa hvenær sem er og við hvaða aðstæður sem er þá fer drjúgur tími sjálfboðaliðanna í að fjármagna sveitirnar sem auðvitað kostar mikið að reka.

Helsta fjáröflunarleið sveitanna er flugeldasala og í hana fer mikið púður og mikil vinna. Flugeldunum er svo skotið til himins á gamlárskvöldi flestum til mikillar ánægju.

Seinni árin er flugeldasalan og skotgleði landans farin að fara í taugar margra. Það er skiljanlegt því með sanni má segja að loftmengun sem af þessu stafar er ekki holl, hvorki fyrir loftslag né lungu. Það er farið að bera á umræðu þar sem framtíðarýn er að banna flugelda. Ef svo færi þá væri það mikið reiðarslag fyrir björgunarsveitir og landsmenn alla. Starf björgunarsveita er dýrt og ekki er hægt að segja að örlæti einkenni sveitarfélög og ríki þegar kemur að fjárframlögum. Það er því tímabært að hugleiða og marka stefnu til framtíðar í björgunarmálum þjóðarinnar. Ef flugeldar verða bannaðir er nánast sjálfhætt björgunarsveitarstörfum í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Einhliða umræða um bann við flugeldum er óábyrgt og engin umræða fer fram um málefni björgunarmála er samhliða þeirri umræðu.

Það verður að breytast.

Ég hef ekki keypt eða skotið flugeldum í mjög langan tíma. Þess í stað hef ég ákveðið að þjóna bæði loftslagsmálum og björgunarsveitinni minni með fjárframlagi sem nemur ákveðinni stærð flugeldapakka. Þannig er ég sáttur við sjálfan mig og legg mitt af mörkum til þessa mikla hugsjónastarfs sem björgunarsveitirnar vinna. Í reynd er það undarlegt að mikil orka sjálfboðaliða björgunarsveitanna fari í að afla fjár til starfseminnar.

Auðvitað ætti meira fé að koma frá ríki og sveitarfélögum en gerir í dag. Þetta sjálfboðaframlag heldur málum gangandi fyrir þjóðfélagið og er sannarlega ekki að uppskera eins og ætti að vera.

Ég vildi sjá meira frumkvæði og umræðu hjá pólitíkinni hvað hún sér fyrir sér í þessum málum til framtíðar. Það gengur satt að segja ekki lengur að stjórnmálamenn sofi á sitt græna og voni hið besta.

Tími ákvarðanna er löngu komin.

Styðjum björgunarsveitirnar með þeim hætti sem hentar hverjum og einum og gerum það af krafti..

Jón Ingi Cæsarsson er Akureyringur.

Ljósmynd: Jón Ingi Cæsarsson

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00