Fara í efni
Umræðan

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.

Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang og er staðráðin í að vinna á uppsafnaðri viðhaldsskuld sem myndast hefur á undanförnum árum með því að auka verulega fjárfestingu í vegakerfinu.

Viðbótarframlag strax

Strax á þessu ári er veitt þriggja milljarða króna viðbótarframlag til viðhalds í vegakerfinu. Til að setja það í samhengi jafngildir sú upphæð um það bil 25% aukningu miðað við meðaltal síðustu ára. Strax á næsta ári er stefnt að því að verja sjö milljörðum króna aukalega í viðhald og þjónustu við vegakerfið. Þetta aukna fjármagn er meðal annars tilkomið vegna breytinga á útreikningi veiðigjalda. Það mun einkum nýtast mikilvægum vegabótum á landsbyggðinni þar sem þörfin er mest

Sókn til framtíðar

Miðað við gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030 er gert ráð fyrir enn frekari sókn í þessum mikilvæga málaflokki. Áætlað er að árleg hækkun framlaga til viðhalds eingöngu muni nema á bilinu 4,5 til 5,5 milljörðum króna. Þetta jafngildir um 40-45% aukningu frá því sem verið hefur. Mestu máli skiptir að með þessari aukningu mun fjárfesting í viðhaldi vegakerfisins í fyrsta sinn í langan tíma ná því viðmiði sem Vegagerðin hefur metið sem viðunandi, eða um 20 milljarðar króna á ári.

Með brýnum viðbótarframlögum strax í ár og á næsta ári rjúfum við kyrrstöðu og náum loksins að stöðva vöxt hinnar uppsöfnuðu viðhaldsskuldar. Við hyggjumst bretta upp ermar, sýna árangur í verki og bæta stöðu vegakerfisins til frambúðar.

Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50