Stöndum með Háskólanum á Akureyri

„Háskóli Íslands í Reykjavík“
Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru.
Ef stjórnvöld telja sameiningar og niðurlagningu menntastofnana mikilvægar þá er nærtækast að sameina fyrst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Þar skilur varla ein gata á milli. Þeir háskólar gætu auðveldar skipt um nafn og heitið „Háskóli Íslands í Reykjavík“. Sem ég þó ekki endilega mæli með.
Akureyringar og HA stúdentar mótmæla og vilja standa vörð um skólann sinn.
Bæjarráð Akureyrar hefur að sjálfssögðu mótmælt þessum áformum.
Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“
„Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“: Er Akureyri að missa háskólann sinn? - Vísir
Jón Bjarnason er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Jón var skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal 1981–1999.


Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Er menntakerfið eina vandamálið?

… og við hvað á fólkið svo að vinna?
