Fara í efni
Umræðan

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Áform eru uppi um að leggja Háskólann á Akureyri niður í sinni mynd og búa til nýja stofnun með breyttri skipan og sameiningu við aðrar.
 
Er verið að búa þannig um hnúta að hin nýja stofnun geti síðar runnið inn í samsteypu Háskóla Íslands í Reykjavík og eiga þar með á hættu að vera svipt forræði sínu, orðspori, kennitákni með nafni sínu og baklandi sem Akureyri með Norðurland er. Slík orðræða er stofnuninni, nemendum og starfinu öllu skaðleg og í raun vítaverð af hálfu stjórnvalda þegar ekkert er sem kallar á slíkt.
 

„Háskóli Íslands í Reykjavík“

Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru.

Ef stjórnvöld telja sameiningar og niðurlagningu menntastofnana mikilvægar þá er nærtækast að sameina fyrst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Þar skilur varla ein gata á milli. Þeir háskólar gætu auðveldar skipt um nafn og heitið „Háskóli Íslands í Reykjavík“. Sem ég þó ekki endilega mæli með.

Akureyringar og HA stúdentar mótmæla og vilja standa vörð um skólann sinn.

Bæjarráð Akureyrar hefur að sjálfssögðu mótmælt þessum áformum. 

Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“

„Í raun sé verið að leggja niður Há­skólann á Akur­eyri“: Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn? - Vísir

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.
Að standa með skólanum sínum
 
Málið er einfaldlega það ef sitjandi rektor eða skólastjórn treystir sér ekki til þess að reka skólann á þeim forsendum sem stofnað er til hans og hann hefur verið ráðinn til, þá ber honum frekar að víkja en leggja skólann niður. Þarf þá að fá aðra til sem hefur burði til þess að taka starfið og stofnunina að sér. Hvet ég Akureyringa og Norðlendinga alla til þess að standa þétt að baki skóla síns.
Söguágrip Háskólans á Akureyri
Fyrir rúmu ári síðan tók ég saman ágrip af sögu Háskólans á Akureyri – aðdraganda og stofnun sem ég tel öllum hlutaðeigandi hollt að rifja upp.

 

Jón Bjarnason er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Jón var skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal 1981–1999.

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15