Fara í efni
Minningargreinar

Pálmi Stefánsson

Í dag, þriðjudaginn 27. júlí, er jarðsunginn frá Glerárkirkju á Akureyri vinur minn og félagi Pálmi Stefánsson. Við kynntumst á sjöunda áratugnum, þá var hann nýbúinn að stofna Tónabúðina og við báðir í tónlist, hann með Póló og ég með Flamingó. Miklar hringingar voru alla tíð á milli okkar og keypti ég mörg hljóðfæri af honum. Síðan stofnaði hann Tónaútgáfuna og þá fóru hlutirnir að gerast. Þar fór hann að gefa út hljómplötur með Björgvini Halldórs, og þá var hann sá eini sem þorði að gefa út Trúbrot. Hann hafði mikinn áhuga á minni tónlist og þar kom að hann ákvað að gefa út tvær tveggja laga hljómplötur. Við fórum með flugvél suður eitt sunnudagskvöld, hann frá Akureyri og ég frá Sauðárkróki. Við hittumst á Reykjavíkurflugvelli og tókum okkur leigubíl í Sjálfstæðishúsið í Reykjavík. Þar biðu okkar félagar úr Trúbrot, engir smá kallar, það voru þeir Gunni Þórðar, Gunni Jökull og Rúnar Júl. Síðar komu til liðs við strákana Maggi Kjartans, Kalli Sighvats og fleiri sem bættust við. Pálmi hafði kynnst þessum strákum. Ég var bara feiminn sveitastrákur en fljótt tókst á milli okkar góður kunningsskapur. Við vorum við upptökur frá sunnudegi til fimmtudags. Pétur Steingrímsson tók upp í gömlu tannlæknastofunum í Síðumúlanum. Á föstudag flugum við Pálmi heim, þetta var í janúar 1972. Síðan kom önnur platan út í byrjun júlí. Bíddu við rauk þar strax í fyrsta sæti og var þar fram í miðjan september. Pálmi var nú alltaf jafn rólegur og var ekkert að hreykja sér þótt gengi vel. Eitt sinn fyrir fáum árum datt honum í hug að smala saman í hljómsveit og æfa lögin mín og ég kom og söng. Síðan fluttum við lögin í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fyrir fullum sal. Við Pálmi áttum alltaf gott samtal. Við Mína komum síðast í heimsókn til þeirra Pálma og Sossu í byrjun júlí og var það mjög skemmtilegt en ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi Pálma. Í gegnum tíðina höfum við átt margar góðir stundir saman og mér er t.d. minnisstæð ferð okkar hjóna með þeim Pálma og Sossu í Hrísey þar sem við gengum um eyna og áttum góð dag saman. Ég þakka Pálma kærlega fyrir okkar samleið í gegnum lífið, þangað til ég kem og þá getum við farið að spila saman.

Svo að lokum bið ég Guð að blessa Sossu, börnin og öll barnabörnin.

Takk fyrir allt Pálmi minn.
Geirmundur Valtýsson.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00