Fara í efni
Umræðan

Orkulausa ríkisstjórnin svaf í 7 ár

Staðan í orkumálum þjóðarinnar er ekki á ábyrgð einhverra manna út í bæ, eins og gefið hefur verið í skyn heldur þeirra stjórnamálamanna sem hafa ráðið landstjórninni síðast liðin 7 ár. Á sama tíma og blásið hefur verið til orkuskipta úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orku, ný gagnaver tekin í notkun og aukið við iðnað þá hefur nánast ekkert verið virkjað og hægur gangur er í uppbyggingu flutningskerfisins. Ætli síðasta stórvirkjun sem tekin var í notkun sé ekki Þeistareykjarvirkjun árið 2017 og stækkun Búrfells ári síðar.
 
Hvað hafa stjórnvöld gert?
 
Þó svo stjórnvöld hafi lítið sem ekkert aðhafst til þess að treysta raunverulegt raforkuöryggi neytenda, þá var miklu púðri eytt í að samþykkja enn einn orkupakkann. Pakka Evrópusambandsins var einkum ætlað að stuðla að samkeppni um raforku yfir landamæri og opnar á tengingu landsins við sæstreng. Ég læt lesendum eftir að geta sér þess til hvort sæstrengur sem flytur raforku úr landinu muni hækka eða lækka orkuverð til almennings á Íslandi. Önnur afrek ríkisstjórnarinnar voru að stokka upp ráðuneyti og stofnanir sem fóru með málaflokkinn, en slíkar uppstokkanir eru gjarnan ávísun á minni framleiðni stjórnsýslunnar. Það fer ekki á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið kröftum sínum í að undirbúa einkavæðingu raforkukerfisins og umdeildra gæluverkefna á borð við vindmyllur.
 
Hverjar eru afleiðingarnar?
 
Afleiðingarnar blasa við og hafa gert það um árabil. Þetta birtist okkur m.a. í því að fiskimjölsverksmiðjur eru í auknum mæli knúnar áfram með því að brenna milljónum lítrum af olíu og orkuskipti m.a. í höfnum sitja á hakanum. Þrátt fyrir að vandinn hafi verið í opinberri umræðu og að hann hafi augljóslega skaðað hag þjóðarbúsins þá hefur fráfarandi ríkisstjórn ekkert aðhafst til þess að leysa úr vandanum.
Fyrsta skrefið út úr stöðunni er augljóst en það er að hraða uppbyggingu virkjana og bæta flutningskerfið.
 
Sigurjón Þórðarson skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningarnar 30. nóvember

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00