Fara í efni
Fréttir

Meistari Karl kominn með lyklavöld í MA

Jón Már Héðinsson, til vinstri, og Karl Frímannsson í morgun. Mynd af vef MA.

Karl Frímannsson, nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri, tók í dag við lyklavöldum í skólanum. Hann var skipaður í embættið frá og með deginum í gær og mætti því til vinnu í fyrsta skipti í morgun. Á vef MA segist Karl spenntur að hefja störf og það sé tilhlökkun að takast á við ný verkefni og kynnast nemendum og starfsfólki.

Jón Már Héðinsson, sem lét af starfi skólameistara í sumar, mætti á gamla vinnustaðinn í morgun og afhenti Karli lyklana að húsum skólans, í sama leðurveskinu og hann fékk úr hendi forvera síns, Tryggva Gíslasonar, árið 2003.