Fara í efni
Fréttir

Meint svik Samherja - „Ég verð ekki andvaka“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

For­svars­menn Sam­herja voru sakaðir um svik­sam­legt at­hæfi, m.a. gagn­vart sam­starfs­fólki sínu í Namib­íu, í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV í gærkvöldi.

Í þætt­in­um var starf­semi Sam­herja í Kýp­ur rak­in ásamt fyrri um­fjöll­un þátt­ar­ins um starf­semi Sam­herja í Namib­íu. „Þetta er óhikað gert á sama hátt og þeir gerðu í seðlabanka­mál­inu,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í Morgunblaðinu í dag um um­fjöll­un Kveiks. Hann seg­ir um­fjöll­un­ina áfram­hald­andi aðför Rík­is­út­varps­ins að Sam­herja og starfs­mönn­um hans. 

Höf­und­ar skýrslu um rann­sókn sem sam­starfs­menn létu gera full­yrtu að Sam­herja­menn hafi dregið að sér fjár­muni með því að of­greiða fé­lög­um Sam­herja eða þeim tengd­um fyr­ir þjón­ustu. „Þarna kem­ur ekk­ert fram sem ekki er hægt að hrekja. Veru­leg­ar skatt­greiðslur voru greidd­ar til Íslands vegna skipa sem aldrei komu til Íslands,“ seg­ir Þor­steinn Már í Morgu­blaðinu í dag. „Ég verð ekki andvaka yfir þessum þætti í nótt,“ sagði hann í gærkvöldi.