Fara í efni
Mannlíf

MA byrjaði á öruggum sigri í Gettu betur

MA byrjaði á öruggum sigri í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri sigraði Menntaskóla í tónlist 23:6 í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gærkvöldi. Lið MA skipa þau Ásdís Einarsdóttir, Óðinn Andrason og Sóley Anna Jónsdóttir. Tvær aðrar viðureignir fara fram í kvöld. Verkmentnaskólinn á Akureyri sendir ekki lið í keppnina að þessu sinni.

Þetta er 36. keppnisár Gettu betur en fyrsta keppnin var haldin í Sjónvarpinu árið 1986. Í ár berjast 26 skólar um hinn eftirsótta hljóðnema en í fyrra sigraði Menntaskólinn í Reykjavík lið Borgarholtsskóla í úrslitaviðureigninni.

Keppnin í fyrstu umferð heldur áfram í kvöld og lýkur á morgun. Allar viðureignirnar eru í beinni útsendingu á vefnum. Önnur umferð fer fram 12. og 13. janúar og verður þá einnig útvarpað á Rás 2. Þann 5. febrúar hefjast svo sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer fram 19. mars.