Mannlíf
Lausnin 5 – Fíkn og blús fléttast saman
09.01.2026 kl. 06:15
„Góðir hálsar, nú er blúsinn við völd,“ segir Stefán Þór Sæmundsson í upphafi fimmta pistils af sjö í röðinni Lausnin 7x7 sem birtist í dag. Þar veltir hann vöngum um skammt dagsins í þessum magnaða ljóðabálki.
„Þessi fimmti hluti er í raun saminn sem tregafullur blús og það er vitaskuld ekkert nýtt að fíkn og blús fléttist saman. Hér greinum við einstök hljóðfæri og ráma rödd, hér þarf gott gítarsóló og vímukennda hrifningu með gæsahúð og öllu tilheyrandi. Á hinn bóginn er það engin afsökun þótt margir blúsarar hafi drukkið sér til óbóta og samið um dapurlegt líf sitt.“
Pistill dagsins: Lausnin 5/7
Fyrri pistlar: Lausnin 1/7, Lausnin 2/7, Lausnin 3/7, Lausnin 4/7.