Fara í efni
Menning

Jólin 1867 og 1868 – Síðustu jól Sveins

Í dag birtist 19. grein Unu Haraldsdóttur um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 - 1869), föður rithöfundarins Nonna. Minjasafnið á Akureyri fékk í sumar styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka dagbækur Sveins og Akureyri.net hefur miðlað rannsókninni með því að birta dagbókarfærslur á hverjum fimmtudegi í sumar en í vetur verða birtar færslur aðra hverja viku. Una velur kafla og gengur frá til birtingar.

Gefum Unu orðið:_ _ _

Jólin 1867 og 1868 – Síðustu jól Sveins

Sveinn Þórarinsson og Sigríður Jónsdóttir fluttu fjölskylduna til Akureyrar frá Amtsmannssetrinu á Möðruvöllum árið 1865 í hús sem þá hét Pálshús en er nú betur þekkt sem Nonnahús. Hér eru valin brot úr dagbókarfærslum Sveins frá jólunum 1867 og 1868 sem sýna bæði hvernig fjölskyldan hélt upp á jólin og hvernig sálarlíf Sveins var á þessum tíma.

1867

December eða skamdegismánuður

1. desember - Aðventa 1 sunnudagur í jólaföstu.

Norðan frostgrimd með litlu fjúki. Messað. Eingin héðan í kirkju. Eg gekk með Þorláki suður á “Bauk„ drakk 2 glös af Toddy. gengum við svo út til P. Johnsens, hann ekki heima, keyptum kaffe á “Ytribauk„.

5. desember

Sunnan gola og frostlaust blíðviðri. Eg gekk útí bæ keypti 1 dl Bitter 4ʉ kandís ... Svimsdropa 20s.

6. desember

Sunnan þýðvindi jörð sumarauð. Ólafur í Hringsdal var um kjurt og drakk. P. Magnusson kom um háttatíma drakk hér og rabbaði við okkur Olaf fram eptir nóttu. Eg fékk skammarbréf frá amtinu sem heimtaði af mér 225rd af spítalatekjum fyrir 20 þ.m. Eg var hálflasinn af svefnleysi og ófrið og ónæði. Bréf frá Nonna.

7. desember

Sunnan hlýinda gola komnir aurar. Ólafur var hér um kjurt fram á vöku, gengum við Þorlákur þá með honum í tunglsljósi upp að Kjarna og heim aptur og varð eg bæði þreyttur og lasinn af göngunni. Söngæfingar vóru um kvöldið. ...

8. desember

Logn og blíðviðri. Ekki messað. Eg var hálflasinn. Söngæfingar haldnar Edvald læknir vitjaði sjuklinga hér talaði við mig um Affairer amtmanns og mínar. Eg kom klukku minni í aðgjörð hjá P. Johnsen fékk aðra lánaða.

9. desember

Sunnan þíðvindi. Eg dittaði að kjallaraglugga og Salerni, hyrti spírur sem fuku úr garði með fleiru. Jónas á Möðruvöllum kom með 2 dómadags skammabréf frá amtinu um veðsetningu umboðs uppsögn hótun, allt hringlandi vitlaus heipt.

10. desember

Sunnan frostgola en blíðviðri og auð jörð. Eg skrifaði bréf til Jóns á Gautlöndum með Skuggabjarga málinu, sendi honum lakk og penna fyrir 1rd 20s ... Sýslum. Páll M., Ólafur í Hringsdal sátu hér og drukku og svo við allir á Syðribauk fram til háttatíma. Ólafur gisti hér.

14. desember

Logn framan af, en gekk svo í norðan storm með litlu fjúki. Baromether fyrir neðan Jarðskjálfta. Eðvald skar fram úr á vinstri hönd Þorláks. ... Bréf til Nonna að Espihóli

17. desember

Sunnan frostgola og þoka í lopti. Eg sendi gagngjört með veðsetningarbréf mitt út að Möðruvöllum. Eg skrifaði smávegis. Sigurður á Böggvisstöðum sat hjá mér uppá kvisti alla vöku og talaði um málefni sín. Margir komu að finna mig, og ofkjældi eg mig yfir ýmsum gestum. Fékk mikla köldu og svo hita og beinverki um kvöldið tók inn kamfórudropa og svitnaði var mjög lasinn.

18. desember

Frost dymmt lopt og fjúk. Eg lá í ruminu fram að kvöldi lasinn, hafði eingan frið fyrir gestagangi. Fékk skommótta skipun frá amtinu um að umskrifa veðsetningarbréf mitt, ... sendi amtinu nýtt veðbréf samt bréf með 225rd 2m 7s í peningum sem er það seinasta af spítalaskuld minni. ...

20. og 21. desember

Sunnan stormur frostlítill lopt urkomu og rosalegt og rigning nokkur. Eg gekk út í Bæ keypti í reikning smávegis til jólanna og fl... Jón litli kom frá Espihóli til að vera hér um jólin. Eg gekk með honum og Þorláki út á söngæfingar um kvöldið.

22. desember - 4 sunnudagur í jólaföstu, Sólhvörf

Sunnan gola gott veður frostlaust; jörð auð en hálka á götum. Ekki messað. Héðan for eingin á söngæfingar.

23. desember - Þorláksdagur

Sunnan frostgola bjartviðri. Eg gekk út í búðir komst ei að fyrir ös. ...

24. desember - Aðfangadagur jóla

Sunnan frostgola og bjartviðri. Eg gekk útí kaupstað, fékk hjá Havsteen 9ʉ af sikri og 3 flöskur af vínföngum. Var svo heima um kvöldið mjög lasinn, lá lengst af niðri í rúmi og leiddist mjög og öðrum líka. Eg fékk Benidikt Skóara til að lesa hér húslestur og spilaði eg með þeim er sungu á Harmoniku.

25. desember - Jóladagur

Sunnan þíðvindi jörð auð. Messað. Eg var í kirkju, var lasinn, og ekkert haft til skemtunar. Eins gat heldur einkis notið. Páll Magnússon og fl. komu hér.

26. desember - Annar í jólum

Sunnan froststormur hvass. Ekki messað. Eg var lasinn og lá að mestu í rúminu, skrifaði samt Bréf til bæarfógeta og heimtaði Decision um hvort hann hefði heimild til að taka hjá mér lögtaki sektina sem amtmaður ástæðu og heimildarlaust hafði gjört mér að greiða.

1868

29. nóvember – 1. sunnudagur í Jólaföstu

Sunnan gola þýðt og þokufullt dymmt lopt. Messað. Eg fór ekki í kirkju. Skrifaði smávegis fyrir mig um daginn. Tíðindalaust hér. Mesti hlaðafli af fiski er nú í Grímsey. Hér kom prentað boðsbréf frá Sra Arnljóti til hlutabréfa í kaupskipi (því franska sem strandaði á Siglufirði)

30. nóvember

Norðaustan hvassviðri með feikna rigningu. 4 Börn vóru á skóla því Petur Jensen kom nú aptur. Austan póstur kom í gærkvöldi. ... Nú eru Tjornnesingar að sækja hingað kaffe og sikur og fekk eg með þeim frá Sigtrygg á Husavík 4ʉ af Róli. Eg lét prenta Vignetter á blekglös til sölu. ...

December eða skammdegismán.

1. desember

Norðaustan gola dimmt lopt og nokkur rigning. Húsið hér hefir lekið mjög uppi í nótt. Jörð flóir í vatni og aurum. 4 börn á skóla. Eg gekk út til P. Johnsens sem liggur mjög veikur með krampa og aðsvifum m.fl.

2. desember

Logn hlýtt veður þykkt lopt og hæg rigning. Sömu 4 börn á skóla. Að því búnu gekk eg út til P Johnsens og lá hann nú í reglulegu delirium tremens, hefir ekki sofnað í fleyri dægur. Eg var nokkra stund hjá honum og talaði hann mest óráð og sá ofsjónir. Við settum honum Klyster og gafum honum Laudanum mikið. Sofnaði hann um síðir.

3. desember

Logn hlýtt veður þykkt lopt og regnlegt. Sömu 4 börn á skóla. Eg gekk út til P. Johnsens, sem nú var raknaður við og með hressara móti. Kristján Möller yngri seldi mér 1tt af róli 72sk. Nú er hús mitt að verða alveg bjargarlaust svo allir líða hungur og harðrjetti og er sarast að sjá Armann litla magrann og svangan.

4. desember

Norðaustan frostgola, dymmt og þokufullt lopt. Eg var á nefndarfundi allan daginn frá morgni til kl.9 um kvöldið, bokaði að vanda fundargjörðirnar og skrifaði ýms bréf og skjöl á fundinum.

5. desember

Norðan hæg gola dymmt lopt og drífa. Jón Þorðarson frá Hringsdal kom ér með 12 spirðubönd af fiski til mín frá Hafi. Sömu 4 börn vóru á skóla. ... Drakk seinast Toddi hjá P. Magnussyni og Baldvin prentara á Syðribauk.

6. desember - 2. sunnudagur í jólaföstu

Norðan hæg frostgola. Ekki messað. Eg var heima, bjó til blek til sölu. Flóvent á Kálfsskinni kom hér að minnast á skuld sína hjá mér. Eg seldi E. Einarssyni vesti 1rd. I gjær og í dag byrjuðu menn að skjóta svartfugl, þeir fáu er skotfæri hafa.

7. desember

Norðan frostgola og hríðar irja. Eg hafði sömu börn á skóla var svo á nefndarfundi fram eptir vöku skrifaði þar nokkur bréf mfl. Páll Johnsen er að hressast eptir Deliriummet, liggur því enn rúmfastur.

8. desember

Sunnan frostgola, jörð alhvít af litlum snjó. Eg hafði somu 4 börn á skóla ... Jón Hansson Nielsen frá Bangastöðum kom seint um kvöldið og gisti hjá mer um nóttina. Eg pantaði hjá honum þykkva íslenzka peisu sem nú eru unnar fyrir norðan á færeyskan hátt. Eg keypti 5 svartfugla á 5d.

9. desember

Norðan frostgola hríðarlegt. Sömu 4 börn á skóla. Eg var hjá P. Johnsen um kvöldið að orpna pappírum hans hann er nú komin á ról, og er í bindindi hvað vínföng snertir. Læknir Þórður var sóktur til að obducere lík útí Möðruvalla sókn, höfðu þar 2 konur dáið snögglega af undarlegum veikleika, hastarlegri bólgu um lífið.

11. desember

Norðan frostgrimdar stormur með hríð. Armann og Ólafur vóru 2 á skóla. Eg skrifaði smávegis f. mig í skrifbækur barna.

12. desember

Austan gola og nokkuð frost. Eg hafði 3 börn á skóla. (Óli heima). Gekk útí kaupstað til sýslumanns og P. Johnsens. Hús mitt er að mestu matarlaust, svo allir hungra. Eingin skildingur til að kaupa neitt fyrir.

13. desember 3. sunnudagur í jólaföstu

Logn og frostlaust mikil rigning um kvöldið. ... Páll sendi mér hest og reið eg þá upp að kjarna og sat þar fram á vöku, reið svo heim var fylgt og hesturinn tekinn. Þjóðólfur nýkomin að sunnan. Hungur og dýrtíð örbyrgð allstaðar að frétta. Verzlanir allar allslausar og almennur skortur á öllu hjá öllum.

14. desember

Logn þýðt og blíðviðri, jörð snjólítil. 5 börn á skóla því Aðalsteinn Friðbjarnarson bættist við í dag. ... Eg flutti skólaborð og bekki úr norðurstofu inní austurstofuna til að fá pláz handa bornum og spara eldivið í norðurstofu.

21. desember - Sólhvörf skemstur dagur

Logn þykkt lopt og hægt frost, jörð auð og bezta gangfæri. Eg hafði einungis Armann og Aðalstein á skóla. gekk útí bæ. Vertinn kvað sín börn ei geta komið fyrri en eptir nýár. Fjarskaleg ös er nú í kaupstaðnum og hóflaus drykkjuskapur. I nótt drap sig fullur maður framm af stéttinni við vertshúsið, annar lá þar inni með krampa sem halda varð alla nóttina, og fjöldi manna vóru svíndrukknir í allan dag. Eg keypti 5 rjúpur. Kona mín fékk frá Elízabetu Björnsd. 1 ½ tt smjörs, fra Varðgjá 5 ½ síður, frá Friðriku í Garði 7 ½ tt hangikjöt og klipping. Eg seldi blek fyrir 8d, fékk hjá vertinum 4rd sem eg borgaði Árna Hallgrímss.

22. desember

Norðaustan frostgola hæg og grátt lopt. Eg hafði 3 börn á skóla. keypti 8 potta mjólk. ... Eg frétti að Jón litli minn á Espihóli kæmi ekki fyrir jólin og skrifaði bréf til hans. ...

23. desember

Logn og frost og fjúk um kvöldið. Armann og Ólafur 2 á skóla. P. Johnsen kom. Eg gekk með honum í nokkur hús. Páll Magnússon færði konu minni mjólk, rjóma og smjör. Eg gekk uppí Eyrarland og víðar til að útvega mér skildinga til að kaupa fyrir kol til jólanna, fékk hvergi nokkurn skilding lánaðan móti nægilegum panti, né heldur lítilræði er eg atti hjá öðrum, ei heldur gat eg selt nokkurn hlut því allir eru í kröggum og skorti og eingin getur borgað neitt. Seinast fékk eg þó 3rdl. hjá Jensen vert fyrir barnakennslu. Eg drakk Toddy hjá P. Magnússyni á Syðribauk.

24. desember - Aðfangadagur jóla

Logn frost og bjartviðri. Jörð hvít af föli. Eg var heima, ekkert barn á skóla. Eg lét kaupa smávegis matarbragð til jólanna, lét klippa hár mitt. Skrifaði bréf til bæjarstjórnarinnar bað um lausn úr henni. Um kvöldið var hringt og komið fyrir ljósum í kirkjunni. Hingað komu eingir og hér hjá mér var ekkert til skemtunar né gæða nema menn fengu einu sinni að borða sig mettu. Eg las í Steen Billes Reise sem mér var léð. Póstur kom að sunnan í dag og fékk eg Magazin frá P. Sveinssyni og ... ark úr “Ugeskrift for Læger„ með Erklæringu minni um Dr. J. Hjaltalin.

25. desember - Jóladagur

Logn frost 9° og bjartviðri. Messað. Eg var í kirkju, ræða ágæt. Kjarna fólk og Jakob í Kristnesi dvöldu hér eptir messu. Aðrir komu eigi og allt var tíðindalaust.

26. desember 1868 - Annar í jólum

Sunnan frostgola og bjartviðri. Ekki messað. Eg sat heima og las i Billes Reise og fl., ... I nótt er leið fékk Armann litli sem sefur hjá mér á kvistinum mikla uppsölu.

30. desember

Sunnan frostgola og bjartviðri. Krapsnjórinn mikli er nú gaddfrosin yfir allri jörð svo hvergi sér á dökkvan díl. Eg lauk við að telja upp Beholdning mína, gekk svo útí bæ til að fá lánaða 7 rdl. gegn margfoldum panti helzt hjá Hansen, en það fekkst ekki. Eg drakk kaffe hjá Hansen apothekara og Johnsen en Toddy á Ytribauk hjá P. Magnússyni. Sýslumaður kom heim til mín, bað mig að semja og skrifa Nýárs skýrslur sínar. Hann bauð mér m.fl. Toddy á Syðribauk og drukkum við þar um stund. Fyrir mannkærleikslegar tillögur Jakobs í Kristnesi lánuðu mér Sýslumaður 4 rdl. Jakob 2rd og P. Magnússon 1rd. = 7 rd. svo eg gat borgað Birni ritstjóra 3rdl og Páli í Möðrufelli til Möllers 3rdl.

31. desember

… Hinn 18 August ól kona mín barn í bágindunum, Sigríði Guðlaugu, og þurfti eg þá að fá ýmsar stúlkur lánaðar um tíma, og líka að koma barninu fyrir á nóttunni í næstu húsum vegna langsamra veikinda ...

Þó nú líti svo út, að eg enn eigi fyrir höndum að reyna eymd og volæði þessa lífs, fel eg samt vongóður kjör mín og minna hinum algóða og almáttuga guði, og vil með auðmjúku trausti til hans og hans góðu anda hugrakkur byrja hið komandi ár. ... I haust sem var fæddi kona mín Sigríði Sigurðardóttur í vetur. Björg átti að vera í Hringsdal um tíma, en komst aldrei þangað sökum langsamrar tannpínu. Það sem af er vetrinum hefi eg með hiski mínu við og við liðið sult, og líkindi eru til að seinni partur vetrarins þrengi að okkur. Börn mín sem heima eru, Björg, Ármann og Sigríður Guðlaug eru öll efnileg í flestu tilliti. Björg er fullorðin að vexti og ekki ódugleg. Ármann er fríður og blíðlyndur og sýnist vera efni í málara ef hann gæti notið þess. Unga barnið S. Guðlaug er mjög efnilegt og friskt. Jón Stephán er á Espihóli en Friðrik í Hringsdal. Heilsa mín hefir hið liðna ár verið með bezta móti. Húslífið er mjög leiðinlegt, og þarf annaðhvort að enda eða breytast.

Heimilisfólk mitt er nú

  1. Eg
  2. Kona mín
  3. Björg dottir mín
  4. Armann sonur minn
  5. Sigríður Guðlaus dóttir mín
  6. Sigríður Sigurðardóttir vinnukona

Á árinu 1869 verð:

Eg 48 ára – 17. Marts

Kona mín 43 ára – 14. August

Sigríður sáluga dóttir mín 16 ára – 15. Febrúar

Björg d. m. 15 ára – 11. Maí

Armann sálugi sonur minn 14 ára – 11.October

Jón Stephan s.m. 12 ára – 16. Nóvember

Ármannía Sigríður sál. d.m. 9 ára – 23.September.

Ármann s. m. 8 ára – 8.September

Friðrik s.m. 5 ára– 4 November

Sigríður Guðlaug d.m. 1 árs – 18. August

1869

Janúaríus eða miðsvetrarmán

1. janúar - Nýársdagur

Sunnan gola frostlaus og fremur hlákulegt. Messað, Eg fór ekki í kirkju, skrifaði nokkuð af skyrslum sýslumanns, gekk til Jons Stefanss um kvöldið, sem alltaf liggur í höfuðveiki. Jón litli var hér.

2. janúar 1869

Suðaustan stormur frostlaus og mesta austan ofviðri um kvöldið og nóttina. Eg lauk við að skrifa skýrslur sýslumanns og bjó mér til mánaðarspjald. Var orðin lýsislaus um kvöldið og mátti því að nokkru leyti liggja í myrkri um kvöldið. Eg fékk lanað Illudstreret Tidende. Petræus og fl. báðu mig fyrir börn á skóla. Eg seldi blek fyrir 1m og keypti Soda og Carri fyrir það. Jón litli var hér.

3. janúar 1869 - sunnudagur eptir nýár.

Sunnan hæg frostgola gott veðr, en ógangandi fyrir hálku. Ekki messað. Eg flutti til í herberjum mínum og undirbjó barnaskólan á morgun gekk um kvöldið til P. Johnsens. Jón Stephansson liggur, og í dag var læknirinn soktur handa konu Eggerts Gunnarssonar sem liggur rænulaus. Jon litli var hér um kjurt. I dag fengu menn nokkuð af fiski hér á pollinum á línu og handfæri

4. janúar

Sunnan frostgola og bjartviðri. Barnaskólinn byrjaði aptur hjá mér og nú börnin 8 með Armanni. Um kvöldið sat eg við að skrifa í skrifbækur og vitnisburðabækur m.fl. Um háttatíma fékk Björg litla svo mikla tannpínu að hún hljóðaði svo eingin gat sofið um nóttina; linaði pínan loksins við sandbakstur.

5. janúar

Sama veður. Nú eru ísalög og gott færi. Eg hafði 9 börn á skóla, gekk svo út til læknis að leita Björgu lækninga, hann lofaði að koma á morgun. P. Johnsen fékk mér “Dyvelsdræk„ og tóbaksblöðku til reynslu. Jón litli er hér þessa daga.

6. janúar - Þrettándi

Sunnan frostgola og bjartviðri. 9 börn á skóla. Jón litli var hér og hjálpaði mér til því orðugt var við börnin að eiga. Læknirinn kom og skoðaði Björgu, gat ei dregið jaxl úr henni fyrir bólgu. Eg sat um kvöldið við skrifbækur barna m.fl. conciperaði bréf til amtsins fyrir Pál Pálsson.

Orðskýringar

Rd: ríkisdalur

Rbd: ríkisbankadalur

M: mark

S: skildingur

1 ríkisdalur (ríkisbankadalur) = 6 mörk = 96 skildingar

BF: bréf frá

BT: bréf til

K.m.: kona mín