Fara í efni
Íþróttir

Ívar bar sigur úr býtum í Ólafsfirði

Akureyringurinn Ívar Már Halldórsson í brautinni í Ólafsfirði um helgina. Hann sigraði í flokki þeirra bestu. Myndin er af Facebook síðu Ívars.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í snjókrossi – snocross – í vetur fór fram í Ólafsfirði um helgina.  Fór mótið fram við toppaðstæður og keppnishald var til fyrirmyndar. Í öllum flokkum var baráttan hörð um sæti á palli og var ansi oft mjótt á munum þegar kom að stigafjölda. Eitt af því sem stóð upp úr við keppnina var keppni svokallaðra 120 og 200 sleða þar sem börn á aldrinum 4-11 ára fá að spreyta sig nokkra hringi í brautinni. Í lokin fór fram svokölluð Dominatior útsláttarkeppni þar sem Akureyringurinn Ívar Már Halldórsson sigur úr býtum.

Keppnin var kennd við Heli Air og sá Fuel Kött um beina útsendingu frá keppninni með glæsibrag eins og undanfarin ár. Smellið hér til að fara á youtube rás Fuel Kött.

Þrír efstu í flokki þeirra bestu, Pro A flokknum. Frá vinstri: Baldvin Gunnarsson (2. sæti), Ívar Már Halldórsson (1.) og Kristófer Daníelsson (3.). Ljósmyndir: Guðmundur Hreiðar Björnsson

Úrslit urðu sem hér segir:

Pro A

 1. Ívar Már Halldórsson
 2. Baldvin Gunnarsson
 3. Kristófer Daníelsson

Pro B

 1. Alex Þór Einarsson
 2. Guðbjartur Magnússon
 3. Sverrir Örn Magnússon

Sport

 1. Sigurður Bjarnason
 2. Elvar Máni Stefánsson
 3. Ingólfur Atli Ingason

35+

 1. Ármann Örn Sigursteinsson
 2. Ásgeir Frímannsson
 3. Reynir Hrafn Stefánsson

Byrjendur

 1. Grétar Óli Ingþórsson
 2. Bjarki Freyr Sveinsson
 3. Finnur Bessi Finnsson

Unglingar

 1. Árni Helgason
 2. Tómas Karl Sigurðarson
 3. Finnur Snær Víðisson