Fara í efni
Íþróttir

Baldvin bestur þeirra bestu á ný – MYNDIR

Bestur! Akureyringurinn Baldvin Gunnarsson, fremstur á myndinni, varð Íslandsmeistari í snjókrossi í flokki þeirra bestu, Pro flokki. Mynd: Katla Mjöll Gestsdóttir

Akureyringurinn Baldvin Gunnarsson varð Íslandsmeistari annað árið í röð í flokki þeirra bestu – Pro flokki – í snjókrossi (snocross) á vélsleðum. Fjórða og síðasta keppni ársins fór fram í rjómablíðu á Akureyri um síðustu helgi, á svæði KKA Akstursíþróttafélags.

Keppt er í nokkrum flokkum. Sigurvegarar á laugardag urðu þessir: Kvennaflokkur – Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Byrjendur – Birkir Þór Arason, Unglingar – Árni Helgason, Sport – Sigurður Bjarnason, 35 ára og eldri – Ásgeir Frímannsson, Pro A – Bjarki Sigurðsson, Pro B – Brad Tatro.

Baldvin Gunnarsson fékk 207 stig í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í Pro flokknum og Ívar Halldórsson 194 í öðru sæti. 

Efstu keppendur í Pro flokknum:

  • Baldvin Gunnarsson 207 stig – ÍSLANDSMEISTARI
  • Ívar Halldórsson 194
  • Jónas Stefánsson 162 
  • Kristófer Daníelsson 159
  • Guðbjartur Magnússon 138 
  • Frímann Geir Ingólfsson 137
  • Sigurður Kristófer Skjaldarson 120

Hér má sjá úrslit í öðrum flokkum:

  • Flokkur byrjenda:
    Birkir Þór Arason varð Íslandsmeistari eftir mjög harða keppni við Finn Bessa Finnsson. Ari Sigþór Heiðdal Björnsson varð þriðji.
  • Flokkur 35 ára og eldri:
    Ármann Örn Sigursteinsson varð Íslandsmeistari og Ásgeir Frímannsson annar skammt á eftir. Reynir Hrafn Stefánsson varð þriðji.
  • Sport flokkur:
    Sigurður Bjarnason varð Íslandsmeistari, Elvar Máni Stefánsson annar og Skírnir Daði Arnarsson þriðji, aðeins einu stigi á undan Ingólfi Atla Ingasyni.
  • Unglingar:
    Árni Helgason varð Íslandsmeistari, Tómas Karl Sigurðarson annar og þriðji varð Tómas Rafn Harðarson.
  • Konur:
    Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari. Eina keppni vetrarins í kvennaflokki var sú á laugardaginn.

Sigurður Bjarnason í keppninni á laugardag. Hann varð Íslandsmeistari í Sport flokki. Mynd: Þorgeir Baldursson