Fara í efni
Umræðan

Hugvekja á Ýli

Velkominn Ýlir á fyrsta degi, úfinn freðinbarði. Nafnið minnir á spangól úlfsins, magnað nafnorð eins og öll gömlu mánaðarheitin. Við munum Þorri, Harpa, Sólmánuður.

Gnauð vetrarstormsins. Snjórinn safnast í skafla og formast, tekur á sig mjúk, breið, þykk form. Hundslappadrífa og púðursnjór í frostinu kalda. Glitrandi kristallarnir birtast á hvítri ábreiðunni.

Vetrarsólstöður eftir tæpan mánuð og við fögnum ljósi á blessaðri stórhátíðinni.

Skammdegið nálgast hámark sitt. Við góð skilyrði má strax sjá mun um hádegi í byrjun janúar.

Nú eru nokkrir dagar til alþingiskosninga. Af hinu góða að hafa alist upp við mikilvægi þess að nota kosningaréttinn. Þá grundvallarreglu í lýðræðis þjóðfélagi.

Látum okkur ekki vera hlutlaus.

„Setja krossinn við „íhaldið““. Eins og venjulega. Nei, nei, bara enga svoleiðis útúrdúra.

Íslendingar finna til sín að mæta á kjörstað og uppáklæddir.

Úrslit kosninganna verða mjög spennandi.Mjög líklega og óskandi, komast sósíalistar inná þing. Yrðu það stórtíðindi í íslenskri pólitík.

Línur og orðræða milli hægri stjórnmála- og vinstri þurfa að skerpast. Sýnum dug og þor til meiri jafnaðarmennsku, sósíalisma.

Komi samhjálp og mannúð.

Burt náttúru níð og dýra níð.

Komi gjaldfrjáls Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Burt stórgróða krumla alls.

Komi. Heimspeki. Menntun. Skólar. Háskólar.

Komi. Samtal Rauða borðsins.

Hugleitt 25. nóvember.

Hildur María Hansdóttir er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og skipar heiðurssæti í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum á laugardaginn.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53