Fara í efni
Umræðan

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Áhugi borgaryfirvalda á því að viðhalda góðum tengslum við þá sem þurfa að heimsækja borgina af einhverjum ástæðum virðist takmarkaður.

Nú reyna borgaryfirvöld í Reykjavík eftir bestu getu að loka Reykjavíkurflugvelli. Nýjasta tilraunin fellst í því að þvinga fram lokun flugbrautar fremur en að fella nokkur tré í aðflugslínu brautarinnar.

Spurningin er sú hvort tré séu mikilvægari lífverur en menn. Við þessu á Reykjavíkurborg það svar, að því er virðist, að svo er. Borgaryfirvöld eru með þessu að koma í veg fyrir óhindrað sjúkraflug um Reykjavíkurflugvöll sem mun geta valdið og mun valda því að tafir verði á flutningi sjúkra á Landspítalann með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Væri ekki tilvalið fyrir borgaryfirvöld að íhuga þanka Jóns Hreggviðssonar, í Íslandsklukku Laxness, svohljóðandi: „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.“

Franz Árnason er hagsmunaaðili, Davíðshaga á Akureyri

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00