Fara í efni
Umræðan

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla!

Tryggja verður öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Lög um heilbrigðisþjónustu eru afar skýr um að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita.

Tækniþróun í heilbrigðisþjónustu

Tækniþróun síðustu ára hjálpar okkur gríðarlega í þeirri vegferð. Með því að fjárfesta í henni getum við veitt enn faglegri heilbrigðisþjónustu í umhverfi heilbrigðisstarfsfólks hvar sem það starfar á landinu. Sú fjárfesting tryggir faglegt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks sem styður einnig við fjarheilbrigðisþjónustu beint inn á heimili fólks. Þannig bætum við á einfaldan hátt aðgengi fólks að víðtækri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og samhliða spörum við íbúum ferðalag, vinnutap og ríkinu niðurgreiðslu ferðakostnaðar.

Fjárfesting í tækjakosti

Enn sárvantar því miður nauðsynlegan tækjakost í umhverfi heilbrigðisstarfsfólks víða um land til að hægt sé að fullgreina bráðaveikindi á sem skemmstum tíma. Lífið er undir í slíkum tilfellum. Við tekur bið eftir sjúkraflugi og flugtíminn suður til að komast undir hendur sérfræðinga til að bjarga lífi okkar og heilsu.

Komum krafti í tæknivæðingu í heilbrigðisþjónustu um allt land, okkur öllum til heilla.

Berglind Harpa Svavarsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og skipar 3. sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara fram 30.nóvember

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00