Fara í efni
Minningargreinar

Heba Ásgrímsdóttir – lífshlaupið

Heba Ásgrímsdóttir ljósmóðir fæddist á Akureyri 10. febrúar 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. nóvember 2021.

Foreldrar hennar voru Ásgrímur Garibaldason f. 12. desember 1901, d. 7. febrúar 1985 og Þórhildur Jónsdóttir f. 13. mars 1904, d. 30. júní 1992.

Systkini Hebu eru Margrét Arndís f. 1933 og Jón Ævar f. 1942, d. 2019.

Eiginmaður Hebu er Hallgrímur Skaptason, skipasmiður, fæddur 23. desember 1937 á Akureyri. Þau giftust 5. ágúst 1961. Foreldrar Hallgríms voru Skapti Áskelsson f. 20. júní 1908, d. 3. júlí 1993 og Guðfinna Hallgrímsdóttir f. 8. júlí 1910, d. 16. júlí 1979.

Börn Hebu og Hallgríms eru 1) Skapti Hallgrímsson f. 22. apríl 1962, kvæntur Sigrúnu Sævarsdóttur f. 13. júlí 1963. Dætur þeirra eru Arna f. 1988, Alma f. 1994 og Sara f. 1997. 2) Guðfinna Þóra Hallgrímsdóttir f. 7. febrúar 1966, gift Sigurði Kristinssyni f. 4. apríl 1966. Dætur Guðfinnu og Stefáns Friðleifssonar eru Bára f. 1988 d. 2014, Lilja f. 1995, Heba Þórhildur f. 1997 og Sigríður Kristín f. 2000. Sambýlismaður Lilju er Guðjón Jónasson. Kærasti Sigríðar Kristínar er Arnar Níelsson. Sonur Sigurðar Kristinssonar er Sveinn Sigurðsson f. 1986. Eiginkona hans er Ashlan Falletta-Cowden, synir þeirra eru Stefán Björn og Anders Kristófer. 3) Ásgrímur Örn Hallgrímsson f. 13. mars 1973, kvæntur Lenu Rut Birgisdóttur f. 4. júní 1976. Börn þeirra eru Heba Karitas f. 2000, Birgir Orri f. 2004 og Valur Darri f. 2012. Kærasta Birgis Orra er Álfrún Freyja Heiðarsdóttir.

Dóttir Hallgríms og Ingibjargar Sigurðardóttur er Sólveig f. 28. mars 1960. Sambýlismaður hennar er Birgir Þór Jónsson. Sonur Sólveigar er Unnar Þór Sæmundsson. Sambýliskona hans er Agnes Ýr Ingadóttir. Börn þeirra eru Anna Bára, Birna, Sólveig Magnea og Birgir Ágúst.

Heba ólst upp í Munkaþverárstræti á Norðurbrekkunni. Hún stundaði nám í Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Húsmæðraskólanum á Laugalandi og Ljósmæðraskóla Íslands.

Fram yfir fermingu vann Heba við að passa börn en síðar starfaði hún um tíma í Braunsverslun og að því loknu í tvö ár í kjörbúð KEA við Ráðhústorg. Eftir nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi veturinn 1957 til 1958 vann Heba sem gangastúlka á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hóf nám við Ljósmæðraskóla Íslands haustið 1959. Námið var einn vetur og í kjölfarið starfaði hún annan vetur á Landspítalanum.

Heba hóf störf sem ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í september 1961 og starfaði þar samfleytt í 46 ár, til ársins 2007. Á þeim tíma tók Heba á móti um það bil 1.000 börnum. Samhliða starfinu á fæðingadeildinni vann Heba árum saman á leitarstöð Krabbameinsfélagsins og í mæðraeftirlitinu.

Útför Hebu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. nóvember, klukkan 13. Allir eru velkomnir en vegna sóttvarna þarf að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr Covid-hraðprófi við innganginn í kirkjuna. Prófið má ekki vera eldra en 48 klukkustunda. Heimapróf eru ekki tekin gild. Grímuskylda er í kirkjunni.

Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Hebu er beint á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri í gegnum gjafasjóð sjúkrahússins. Kennitala sjóðsins er 490514 – 0230 og bankareikningur 565 – 26 – 654321.

Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00