Fara í efni
Umræðan

Handboltalið KA

KA, hið gamalgróna handboltalið karla á Akureyri, virðist á góðri leið með að falla í 2. deild í vor. Kvennaþjálfari frá Noregi var ráðinn til liðsins á síðasta tímabili, en liðinu tókst með naumindum að bjarga sér frá falli. Töldu margir að liðið myndi ná sér í nýjan þjálfara fyrir yfirstandandi tímabil, en svo var ekki. Og það virðist vera eins og kerlingin sagði, sami grautur í sömu skál og ekkert annað en fallbarátta framundan.

Að mínu mati verða KA menn að skipta um þjálfara á meðan enn er möguleiki. Og það væri hæglega hægt að ráða mann eða menn hér í bænum. KA hafði til skamms tíma frábært unglingalið sem mikils var vænst af, en því miður hefur kvarnast úr því, illu heilli. Fari svo að KA endi í 2. deild í vor tel ég að handboltinn á Akureyri líði undir lok sem alvöru íþrótt.

Að leika í 2. deild með liðum sem nær öll eru varalið mun ekki gera annað en ganga af liðinu dauðu. Vonandi taka forráðamenn liðsins á sig
rögg og gera það sem nauðsyn krefur og það strax.

Það geta ekki allir verið í fótbolta.

Þorleifur Ananíasson er KA-maður

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00