Fara í efni
Fréttir

Gífurlegt svifryk á Akureyri í morgun

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mikil svifryksmengun hefur verið á Akureyri frá því snemma í morgun samkvæmt mæli Umhverfisstofnunar sem staðsettur er við Strandgötu, gegnt Hofi. 

Við slíkar aðstæður er yfirleitt birt viðvörun á vef Akureyrarbæjar, en slík hefur ekki komið þar fram enn sem komið er. Að jafnaði þegar svifryk eykst eru íbúar hvattir til að draga úr akstri eins og kostur er. Til dæmis með því að nýta sér almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn, ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni fjölfarinna umferðargatna.


Tafla Umhverfisstofnunar yfir loftgæði á Akureyri frá því í gærkvöld. Grænt er í lagi, en breyttur litur sýnir minni gæði og rautt er yfir heilsuverndarmörkum. Skjáskot af loftgaedi.is.

Stefna að minna svifryki og meiri loftgæðum

Þar kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að frá árinu 2026 fari svifryksmengun aldrei yfir heilsuverndarmörk. Stutt er síðan svipaðar mælingar komu fram, fyrr í þessum mánuði, eins og Akureyri.net greindi frá – sjá hér.

Í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp það sem fram kom í umfjöllun hér á Akureyri.net fyrir skemmstu um aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum sem 2024-2026 sem samþykkt var af bæjarstjórn í febrúar og byggð er á Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2022-2030.

Mælitæki við Strandgötuna, gegnt Hofi. Mynd: Haraldur Ingólfsson.