Fara í efni
Fréttir

Framkvæmdir ganga vel við Skógarböðin

Mynd: Basalt arkitektar

Framkvæmdir við nýjan baðstað í landi Ytri-Varðgjár við rætur Vaðlaheiðar, gegnt Akureyri, ganga vel. Síðustu sprengingar voru á svæðinu í gær, að því er fram kemur á vef N4, og til stendur að opna Skógarböðin 12. febrúar á næsta ári.

„Næsta skref er svo að móta landið og við áætlum að hægt verði að steypa sökkla undir baðlónið og húsin í júní,“ segir Sigríður María Hammer við N4. Sigríður og Finnur Aðalbjörnsson, eiginmaður hennar, standa að framkvæmdunum. Áður hefur komið fram að heitt vatn úr Vaðlaheiðargöngum verður flutt í lögn á staðinn og notað í böðin.

Vefur N4

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net í desember um baðstaðinn.

Skógarböðin eru steinsnar frá Akureyri, eftir að ekið er austur Leiruveginn sem svo er kallaður - Norðurlandsveg. Myndin er tekin á mótum hans og Eyjafjarðarbrautar eystri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.