Skógarböðin: Nýr hluti tekinn í gagnið

Gestum Skógarbaðanna var í fyrsta skipti hleypt í nýjan hluta þeirra í gærkvöldi. Baðlónið er þar með orðið liðlega tvöfalt stærra en áður; hefur verið stækkað úr 500 fermetrum í 1200.
Í stað þess að klippa á borða, eins og gjarnan er gert við slík tilefni, skaut Finnur Aðalbjörnsson upp nokkrum flugeldum og síðan var gestum boðið að gjöra svo vel. Bæði var um að ræða hóp gesta sem komið hafa að stækkunininni með einhverjum og fólk sem var á staðnum – og tímamótin komu mörgum þeirra greinilega skemmtilega á óvart.
Þegar komið var yfir í nýja hlutann tók Rúnar Eff á móti gestum með spili og söng og vert er að geta þess að á morgun verða fyrstu tónleikarnir í nýjum hluta Skógarbaðanna þegar Hvanndalsbræður hefja leik klukkan 20.30.
Í tilefni dagsins er aðgangseyrir í Skógarböðin á hálfvirði í dag - á 3.450 krónur.
Mynd: Axel Darri Þórhallsson
Horft yfir nýja hluta Skógarbaðanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson
Mynd: Axel Darri Þórhallsson
Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, stærstu eigendur Skógarbaðanna, og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit sem færði þeim forláta ljósmynd að gjöf í tilefni tímamótanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson.
Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson