Fara í efni
Fréttir

Fjögur sæti laus í ferð á Liverpool - Man. City

Vegna forfalla eru fjögur sæti laus í ferð sem ferðaskrifstofan TA Sport og akureyri.net bjóða upp í beinu flugi frá Akureyri á leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield, heimavelli Liverpool, sunnudaginn 8. febrúar.

TA Sport og akureyri.net skipulögðu tvær samskonar ferðir á síðustu leiktíð, aðra á leik Liverpool og Manchester City á Anfield, og voru báðar einstaklega vel heppnaðar. 

  • ATHUGIÐ – Til að skrá sig í ferðina þarf annað hvort að senda póst á netfangið info@tasport.is eða hringja í síma 552 2018.
  • Athygli er vakin á því að sú breyting verður í lok janúar að easyJet flýgur frá Akureyri kl. 21:25 á laugardagskvöldum og vélin lendir í Manchester um miðnætti. Flogið er heim kl. 8:10 á þriðjudagsmorgni og ráðgert að vélin lendi á Akureyri kl. 11.10.

HVAÐ KOSTAR FERÐIN?

  • 229.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – Brodies lounge miði, í Anfield Road stúkunni, aftan við markið gegnt Kop stúkunni.
  • 249.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – Premier lounge miði, í Kenny Dalglish stúkunni. 
  • Einbýli kostar 30.000 kr. aukalega.

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

  • Flug Akureyri - Manchester - Akureyri.
  • 15 kg handfarangurstaska og bakpoki eða veski sem kemst undir sæti í flugvélinni.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Gisting á 4 stjarna hóteli í miðborg Liverpool með morgunmat.
  • Brodies lounge eða Premier Club lounge miði á leikinn. Veitingar innifaldar.
  • Íslensk fararstjórn – Skapti Hallgrímsson ritstjóri akureyri.net verður fararstjóri.
     

Fyrri leikurinn sem hópur á vegum TA Sport og akureyri.net sáu í fyrravetur var viðureign Liverpool og Manchester City 1. desember.