Ferð á Leeds - Villa og Man Utd - Everton

Ferðaskrifstofan TA Sport og akureyri.net bjóða upp á hópferð 22. til 25. nóvember á leik(i) ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í beinu flugi með easyJet frá Akureyri til Manchester.
Flogið er út á laugardegi og heim á þriðjudagsmorgni. Á sunnudegi verður leikur Leeds og Aston Villa á Elland Road í Leeds og kvöldið eftir mætast Manchester United og Everton á Old Trafford í Manchester. Fólk getur valið um að fara á báða leikina eða annan hvorn.
- ATHUGIÐ – Til að skrá sig í ferðina þarf annað hvort að senda póst á netfangið info@tasport.is eða hringja í síma 552 2018
Fyrr í haust var tilkynnt að TA Sport og akureyri.net stefndu að nokkrum ferðum í vetur, m.a. þessi helgi og þá einnig á leik Liverpool og Nottingham Forest en með þeim fyrirvara að leikir yrðu færðir af laugardegi. Vél easyJet lendir ekki í Manchester fyrr en um tvöleytið eftir hádegi, klukkustund fyrir hefðbundinn leiktíma á Englandi, en þar sem leikur Liverpool og Forest verður ekki færður er ekki mögulegt að sjá hann.
HVAÐ KOSTAR FERÐIN?
- 229.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – miði á báða leikina
- 199.800 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – miði á leikinn í Leeds
- 169.900 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi – miði á leikinn í Manchester
HVAÐ ER INNIFALIÐ?
- Flug með easyJet, Akureyri - Manchester - Akureyri.
- 10 kg handfarangurstaska og handfarangur sem kemst undir sætið.
- Gisting í tvær nætur á fjögurra stjarna hóteli í Leeds, morgunverður innifalinn.
- Gisting í eina nótt á flugvallarhóteli í Manchester.
- Akstur til Leeds við komu og til baka á flugvallarhótel á mánudeginum.
- Centenary Pavilion hospitality miði á leik Leeds - Aston Villa. Þriggja rétta máltíð og drykkir; tveir réttir bornir fram fyrir leik og eftirréttur að leik loknum.
- Quadrant 100 club miði á Man. Utd. - Everton. Heitur matur fyrir leik.
- Íslensk fararstjórn.
- ATHUGIÐ – Þeir sem fara bara á leik Man. Utd og Everton gista alla þrjár næturnar í Manchester. Akstur til og frá flugvelli er ekki innifalinn hjá þeim.
Fleiri ferðir í farvatninu?
Tveir hópar fóru á leiki í Liverpool á síðasta keppnistímabili á vegum TA Sport og akureyri.net. Frábærlega tókst til, áhugi á slíkum ferðum er gríðarlegur og þess vegna er þráðurinn tekinn upp nú.
Áform voru uppi um ferð í byrjun desember þar sem tveir leikir yrðu í boði, Leeds - Liverpool og Everton - Nottingham Forest en ekki verður af henni því hvorugur leikurinn var færður af laugardegi.
Enn er þó stefnt að ferð 7. til 10. febrúar en með sama fyrirvara og áður var nefndur. Þá verða eftirtaldir leikir:
- Liverpool – Manchester City
- Manchester Utd – Tottenham
- Leeds – Nottingham Forest
Rétt er að vekja athygli á að heil umferð verður í deildinni strax miðvikudaginn 11. febrúar, þannig að óvíst hvort leikirnir verði færðir af laugardegi.