Fara í efni
Pistlar

Fíkn og viðhorf

Björn og Þórunn búa hér ofar í götunni. Þau eiga tvo yndislega syni. Sá eldri, Hákon varð snemma mjög duglegur í fótboltanum. Það var því leitt að heyra að um það leiti sem draumurinn um frama erlendis var að rætast þá fór að bera á máttleysi í vinstri fæti á æfingum. Og svo fór að hann varð að hætta að spila fótbolta. Við rannsóknir kom fljótt í ljós að það var krabbamein í lærleggnum. Draumur Hákons var orðinn að engu og þetta lagðist á sálina og hann varð þunglyndur sem kom niður á námsgetu sem að lokum leiddi til þess að hann hrökklaðist úr skólanum. Þrátt fyrir geislameðferð og sterk lyf, dreifði æxlið sér með meinvörpum til heilans og það fór að bera á vaxandi samskiptaerfiðleikum í fjölskyldunni og kærastan hætti með honum. En eftir sterkari meðferð, góðan stuðning heilbrigðisþjónustunnar og vel skipulagða endurhæfingu komst hann til ágætrar heilsu og kærastan kom til baka en því miður þurfti að taka af fótinn.
 
Vinsamlega stöðvið lesturinn hér. Sagan er uppspuni. En gæti svo vel verið sönn. Hugsið ykkur ef sjúkdómurinn hefði verið fíkn í stað krabbameins og hegðunartruflunin vegna fíkniheilabilunar. Þá hefði ekki verið hægt að stóla á meðferð og engin alvöru endurhæfing eða utanumhald í boði. Og hugsið ykkur skömmina sem foreldrar ungu fíklanna lýsa og ráðaleysi og lokaðar dyr. Við verðum öll að sameinast í að breyta viðhorfum okkar gagnvart fíknisjúkdómum.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00

Hvernig koma á Skoda upp brekku

Orri Páll Ormarsson skrifar
16. maí 2025 | kl. 15:00

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20

Export

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
12. maí 2025 | kl. 11:30

Með hæla í rassi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00