Fara í efni
Fréttir

Færri skemmtiferðaskip á ferð hér en í fyrra

Sky Princess við bryggju á Akureyri í fyrrasumar. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Eins og staðan er í dag munu færri skemmtiferðaskip koma til hafna á vegum Hafnasamlags Norðurlands í sumar en í fyrra. Reiknað er með níu færri skipakomum til Akureyrar í ár en sumarið 2023. 

Þetta kemur fram í fundargerð Hafnasamlags Norðurlands frá því fyrr í mánuðinum. Þar kemur fram að í sumar muni 52 skemmtiferðaskip heimsækja Grímsey, en voru 48 í fyrra, og til Hríseyjar muni koma tíu skip, en þangað komu átta skip í fyrra. Samkvæmt dagatali á vef Hafnasamlags Norðurlands kemur fyrsta skipið til Akureyrar á þessu ári til hafnar þann 14. apríl.