Fara í efni
Fréttir

Eliza Reid forsetafrú gaf Airbus vél Niceair nafnið Súlur

Bjart yfir Akureyri og Elizu Reid forsetafrú þegar hún gaf Airbus þotu Niceair nafnið Súlur á Akureyrarflugvelli í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Airbus 319 farþegaþota Niceair kom til Akureyrar í fyrsta skipti laust eftir hádegi í dag, í sól og blíðu. Fjöldi fólks kom saman á Akureyrarflugvelli til þess að fagna þessum merka áfanga

Það var Eliza Reid, forsetafrú, sem gaf vélinni nafn við hátíðlega athöfn; Súlur skal hún heita, eftir bæjarfjalli Akureyringa - sem er að sjálfsögðu vel viðeigandi.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, og Eliza Reid við Súlur - eftir að forsetafrúin gaf þotunni nafn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson