Fara í efni
Fréttir

Niceair tekið til gjaldþrotaskipta

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Niceair er gjaldþrota. Í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi út í kvöld að hún sjái sig knúna til  þess að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. 

Tilkynningin er svona í heild:

Stjórn Niceair sér sig knúna til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Frá því að félagið varð fyrir miklum skakkaföllum vegna vanefnda erlends samstarfsaðila þess, HiFly, hefur verið róið að því öllum árum að endurskipuleggja félagið, koma því í var og stefna að flugi síðar.

Þar sem engin flug voru lengur á vegum félagins og félagið tekjulaust, voru forsendur fyrir nýlokinni fjármögnunarlotu brostnar og ekki reyndist mögulegt að innkalla hlutafjárloforð.

Félagið sagði upp öllu starfsfólki í lok apríl.

Óeðlilegir viðskiptahættir af hálfu HiFly urðu þess valdandi að félagið hafði ekki lengur flugvél til umráða og ekki reyndist unnt að fá aðra vél á þeim tímapunkti. Þetta voru á allan máta óviðráðanlegar ástæður. Þessi málalok eru sérlega sorgleg þar sem góðar forsendur voru til staðar og reynslan hafði sýnt að rekstrargrundvöllur væri fyrir beinu millilandaflugi um Akureyri.

Við hörmum þann skaða sem af þessu hlýst hjá viðskiptavinum félagsins, starfsfólki, birgjum og öðrum sem verða fyrir áhrifum. Allar kröfur munu fara í sinn lögformlega farveg.

Nánar síðar