Fara í efni
Umræðan

Algjör viðsnúningur!

Ég talaði gegn „árás“ Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar fyrir aðeins tveimur vikum þar sem mér þótti hennar framkvæmdir vera forkastanlegar. Ég var á móti verkföllum og hef alltaf verið. Svo fór ég að skoða og ræða við fólk og hef komist að þessu. Þeir sem eru á móti þessum verkföllum eru þeir sem hafa það nokkuð gott og geta kvartað yfir því að aðrir geti haft það betra. Þeir vilja bara fá sitt bensín og minni verðbólgu svo þeir eigi meira. Svo kenna þeir Sólveigu um því að verðbólga sé til staðar. En við skulum nú alveg muna hvaðan verðbólgan kom fyrir aðgerðir hennar.

Þarna er kona sem er ekki sama. Samt á ofurlaunum sjálf? Djöfull væri auðvelt fyrir hana að gefa skít eins og aðrir á undan henni hafa gert. En henni er ekki sama.

Ég átti gott samtal við góðan vin í gær og hann sagði þetta. Ef ég væri að leita að manneskju sem myndi berjast fyrir réttindum mínum þá myndi ég alltaf velja Sólveigu. Hún lætur ekki bugast og það er álag á henni. Það er heldur betur álag á henni sem hún tekur með sér í rúmið alla daga. Það væri svo auðvelt fyrir hana að hætta bara. Hugsið ykkur hvað hún svæfi betur og allt það.

Hver kannast ekki við að vera að bera þungar byrðar í einhvern tíma gegn einhverskonar ofuröflum og láta svo bara gott heita. Hætta. Sólveig gerir það ekki og er orðin einstök fyrirmynd fyrir mér.

Þegar forstjórar bensínfyritækjanna og ferðaþjónustunnar, fólk sem hefur það rosalega gott fjárhagslega, fer að kenna Sólveigu um að koma á verkfalli svo þeir tapi peningum kemur þetta allt heim og saman. Þeir segja að þetta eigi eftir að skapa óreiðu í samfélaginu. Nei. Þetta skapar óreiðu í ykkar hagkerfi innan fyrirtækisins ykkar. Hvergi annarsstaðar. En við erum látin halda það. Það eina sem gerist er að þið tapið miklum peningum og þið eruð ekki hress með það að geta ekki greitt ykkur ofurarð. Þið talið fyrir hóp sem er í stjórn og eigendur fyrirtækja. EKKI fyrir okkur Íslendinga.

Þetta er og hefur verið íslenska þjóðfélagið sem við búum í.

Vitiði til. Það á ekki eftir að breytast. Næturnar eiga eftir að hækka. Bensinið á eftir að fara yfir 400 krónur um leið og verkfall leysist og þau eiga ÖLL eftir að kenna Sólveigu um og fyrir okkur að trúa því.

En máið er. Nóttin kostar nú þegar of mikið á hótelum. Bensín og olía er dýrara hér en nokkurstaðar annarsstaðar í heiminum. Fyrir verkföll. Banki greiðir arð fyrir 80 milljarða á nokkrum árum til fárra útnefndra aðila sem vilja ekki sjá þessi verkföll. Sum þeirra eru skráð í stjórn og mæta aldrei á fundi með 3 milljónir á mánuði. Fyrir hvað? Fyrir hvaða vinnu? Fuss segja þeir. Þetta fólk þarf ekki hærri laun. Bara vinna meira. Svo mæta þeir í fjóra til sex tíma á dag á bónusum alla daga.

Fyrir hvað? Fyrir hvaða vinnu?

Svipaður árlegur hagnaður banka í Noregi eða 224 milljónir norskra króna skal greiðast til viðktiptavina. Samt eru þar hluthafar og stjórn. Af hverju er þetta ekki svona hinum megin við hafið?

Þegar bensínið á eftir að hækka og þeir setja ALLT á okkur til að greiða niður sinn arð eftir að verkföll leysast, og þegar næturnar á hótelunum fara í eitthvað bull verð. Hvað ætlar þú þá að gera?

Við vitum að Katrín og Bjarni eru meðvitundarlaus og gera ekkert af því að þau hafa það gott og þau þurfa ekki að telja krónur mánaðarlega. Verða þau kosin aftur í næstu kosningum fyrir að gera ekkert þegar virkilega þarf að grípa til aðgerða? Við erum reið núna. VG hefur aldrei mælst svona neðarlega í könnunum, svo koma kosningar og við kjósum eftir minni. Af hverju gerir þú það? Á Katrín rétt á að vera þarna lengur?

Því bið ég ykkur lesendur góðir að hugsa ykkur um að ef þið þurfið ekki að telja krónur til að lifa út mánuðinn þá er til fullt af fólki sem þarf að gera það og þess vegna koma þessi verkföll á. Ekki vera að bölsótast út í fólk fyrir að vilja skaffa mat og heimili fyrir fjölskyldu sína eins og þið gerir hvern dag sem það getið og eruð réttu megin við löngu úrelt og ónýtt hagkerfi Íslands.

Hugsið þetta aðeins.

Áfram Sólveig alla leið og allt sem þú gerir!

Fyrir mér er þú hetja!

Ásgeir Ólafsson Lie er Íslendingur og markþjálfi

Almenningssamgöngur við flugvelli

Þóroddur Bjarnason skrifar
20. júní 2024 | kl. 20:00

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
20. júní 2024 | kl. 13:50

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00