„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli
Landsneti hefur lítið orðið ágengt við að reisa 220kV loftlínur innan þéttbýlismarka Akureyrar.
Bæjarstjórnir, hver á fætur annarri, hafa staðið vörð um hagsmuni byggingarlands, útivistarsvæða og flugvallar.
Það gekk því hvorki með línulagnir í bæjarlandinu fyrr en Aþingi samþykkti stefnu um lagningu raflína þar sem fyrir kemur afgerandi „Akureyrarákvæði“. Þar stendur efnislega í kafla 5: Loftlínur í meginflutningskerfi munu ekki liggja innan þéttbýlismarka sveitarfélaga og „Ein af megináherslum þeirrar stefnu sem hér er lögð fram er að leggja raflínur í jörðu þar sem það er fjárhagslega hagkvæmast og í þéttbýli…“
Framangreind ákvæði eru sérsniðin að hagsmunum Akureyrar og gekk maður undir manns hönd innan bæjarkerfisins þar til Ragnheiður Elín Árnadóttir samþykkti þessa stefnumörkun. Þetta ákvæði tryggði að Hólasandlína3 fór farsællega í jörð frá Kaupvangi að tengivirki á Rangárvöllum.
Rétt er að geta þess að hvergi annars staðar á landinu er áformað að reisa 220kV loftlínur innan þéttbýlis.
Landsnet lagði nýlega gamla 220kV loftlínu í jörð innan þéttbýlis í Hafnarfirði eftir að hafa margsvikið fyrri fyrirheit um niðurrif loftlínunnar sem tafið hafði uppbyggingu íbúðarhverfa í rúman áratug.
Að ofansögðu er mjög brýnt að Akureyrarbær gangist ekki undir nokkrar skuldbindingar um 220kV loftlínulagnir í bæjarlandinu nema að fyrir liggi skriflegt samþykki ráðherra raforkumála um frávik frá „Akureyrarákvæðinu“ og slík undanþága sé til mjög takmarkaðs tíma.
Einnig þarf formlegan samning milli Akureyrabæjar og Landnsets um þetta frávik með skýrt ákvæði um tímasetningu niðurrifs loftlínu og að Landnet beri af því allan kostnað.
Krafa Landsnets um að Blöndulína fái að standa sem loftlína innan þéttbýlismarka í allt að 15 ár eftir spennusetningu er ekkert annað en ósvífni og óliðlegheit.
Raunhæfari fyrirvari er að línan skuli komin í jörð innan eins árs eftir að búið er að tengja Blönduvirkjun með 220kV línu suður til 220kV kerfisins á Grundartanga, þ.e. lagning Holtavörðuheiðarlína sem eru nú í undirbúningi.
Við þá tengingu styrkist kerfið verulega og ræður við 220kV streng inna bæjarlansins.
Sáttaleið sem ekki krefst 220kV loftlínulagnar innan bæjarmarkanna
Það er óumdeilt að áskoranir fylgja lagningu jarðstrengja á 220kV spennu og möguleiki til slíks er takmarkaður.
Það er mikið ósamræmi í nýrri skýrslu um mögulegar strenglengdir í B3 miðað við skýrslu sama höfundar frá 2019. Helsti munurinn er sá að fyrri útreikningar miðuðust við að allar 220kV strenglagnir væru TVÖFALDAR en 220 kV strengurinn í HÓ3 er rekinn EINFALDUR og er aðeins 9,6km langur.
Áhrif 132kV strenglagnar í KR1 og 66kV Dalvíkurlínu 2 eru óveruleg þar sem rýmdaráhrifin aukast í 2. veldi með spennu. 220kV strengur í BL3 verður rekinn einfaldur þar til þörf er fyrir flutningsgetu yfir 300MVA. Slíkt er ekki raunhæft fyrr en búið er að tengja 220kV kerfið til Grundartanga og bæta við virkjunum á Norðurlandi.
Hér er mynd LN sem byggir á fyrri útreikningum á mögulegri lengd TVÖFALDRA 220kV strengja:

Verðfelling fasteigna og skertur tekjustofn bæjarsjóðs
Reglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kveða á um lækkun fasteignamats sumarhúsa sem innan 1 km frá stórum háspennulínum. Ekkert slíkt ákvæði er enn sem komið er til staðar um íbúðarhúsnæði í þéttbýli enda er stefna stjórnvalda sú að slíkar loftlínur eigi ekki að liggja í þéttbýli. Réttast er að að Landsnet bæti tjón af þessu tagi innan þéttbýlis.
Möguleg sáttaleið, -reka Blöndulíu 3 á 132kV spennu þar til hægt er að leggja 220kV jarðstreng
Bitur reynsla Hafnfirðinga af hyskni LN um niðurrif 220kV loftlína í þéttbýli er áminning um að ekki er vænlegt að láta eftir kröfum LN um loftlínulagnir sem fyrirtækið er líklegt til að svíkjast um að leggja í jörð vegna hagsmuna byggðar.
Fyrri áform um BL3 miðuðu að því að línan yrði fyrsti leggurinn í 220kV tengingu milli Fljótsdalsvirkjunar og Suðurlands. Ráðherra úrskurðaði að undirbúningur línunnar væri ekki í samræmi við lög og því voru línur austan Akureyrar reistar á undan BL3.
Í fyrri atrennu að BL3 var áformað að reka línuna á 132kV spennu þar Rangárvellir fengu 220kV tengingu úr austri. Þannig mátti spara byggingu 220kV tengivirkja í Blöndu og Rangárvöllum þar til þörf yrði fyrir þá spennu.
Með sama hætti mætti reka BL3 á 132kV spennu þar til komin væri 220kV tenging til suðurs frá Blönduvirkjun. Þannig mætti spara byggingu 220kV spennivirkis í Blöndu þar til línur til suðurs yrðu tengdar.
220kV tengivirkið á Rangárvöllum er hinsvegar tilbúið fyrir 220kV tengingu BL3 - og það með jarðstreng þar sem það tengivirki er ekki gert fyrir loftlínu tengingu.
Engin þörf er á að BL3 sé rekin á 220kV fyrr en komin er 220kV tengin til suðurs frá Blöndu.
Tillaga 1
Á Rangárvöllum mætti einfaldlega tengja BL3 inn á núverandi 132kV tengivirki með jarðstreng sem ræður við 132kV kV spennu, út fyrir bæjarlandið . Sá strengur gæti nýst sem framtíðar tenging Dalvíkurlínu1 sem byggð er fyrir 132kV en rekin á 66kV. Kerfisstyrkur ræður við þennan 132kV streng.
Tillaga 2
Annar möguleiki væri að leggja strax og tengja 66kV streng fyrir DA1 og hengja sverari leiðara á núverandi loftlínu DA1 og tengja þann stubb inn á BL3 í Kræklingahlíð og 132kV tengivirkið á Rangárvöllum.
Tillaga LN um að „bráðabirgða“ loftlína BL3 innan bæjarlandsins verði rekin í 15 ár eftir spennusetningu er ekkert annað en langatöng á lofti. Engin veit hvað bætist við af vindorkuverum á 15 árum sem étið geta upp allt svigrúm til strenglagna í 220kV kerfinu á Norðulandi.
Tillögurnar hér að ofan eru hagkvæmar og tryggja næga flutningsgetu milli Blöndu og Rangaárvalla þar til búið verður að tengja Blöndu til suðurs.
Karl Ingólfsson er Akureyringur búsettur í Hafnarfirði. Vann sem línumaður hjá Rarik á Norðulandi á menntaskólaárunum og þekkir kerfið.
Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“
Gott að eldast
Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!
Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari