Fara í efni
Umræðan

Að safna bílflökum

Það vakti athygli margra þegar farið var að safna bílflökum í landi Ytra Krossaness. Ég spurðist fyrir og fékk þau svör að Akureyrarbær hafi lánað þekktum bílasafnara landið tímabundið.
 
Því var haldið fram að það væri til að leysa tímabundna geymsluþörf viðkomandi. Enn er dágóður fjöldi bílflaka þarna og miðað við það sem mér var sagt í fyrra er tíminn liðinn. Væntanlega hefur verið greitt fyrir afnotin.
 
Það er veruleg lýti að þessu safni enda er það staðsett á hæsta stað og blasir við.
 
 
Nú langar mig að forvitnast um stöðu mála. Er lánstími landsins liðinn og eigum við von á þetta útsýni breytist og þessum bílflökum verði komið úr augsýn? Að mínu mati mætti Akureyrarbær hafa meiri metnað í umhverfismálum en úthluta landi undir svona ruslahauga sem auk þess blasa við frá fjölfarinni götu.
 
Það er einlæg von mín að gengið verði í að fjarlægja þessi lýti úr bæjarlandinu.
 
Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar.

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00