Fara í efni
Umræðan

Að búa á Akureyri okkar allra

Mörg sveitarfélög hafa haldið því mjög á lofti að þar sé best að búa. Sjálfsagt hafa þau mörg rétt fyrir sér hvað það varðar en hverju sem því líður er þó best að búa á Akureyri. Hér höfum við allt það sem hugsast getur og raunar meira en það. Frábær aðstaða til íþróttaiðkunar, Hlíðarfjall með öllu sem því fylgir, öflugt menningarlíf, miklir möguleikar til útivistar og alltaf gott veður er bara brot af öllum þeim kostum sem fylgja því að búa á Akureyri.

Þrátt fyrir þetta má alltaf gera betur og við megum ekki festast í viðjum vanans eða taka því sem sjálfsögðum hlut að hér sé, og verði alltaf, best að búa. Við eigum að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum og nýjum möguleikum sem efla bæinn okkar. Við verðum að hafa vakandi auga fyrir þeim sem hingað koma, hvort sem það eru gestir eða nýir íbúar, og taka vel á móti þeim. Það er okkar skylda að horfa líka inn á við og gleyma ekki að huga vel að þeim sem þarfnast hjálpar eða aðstoðar. Það er ennfremur okkar hlutverk að tala vel um bæinn okkar og segja öllum sem heyra vilja, og hinum líka, að hér sé best að vera.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að tryggja það að þeir punktar sem nefndir eru hér að ofan verði í hávegum hafðir á næsta kjörtímabili. Áherslupunktar flokksins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga bera þess glöggt merki að blása á til sóknar og kynna bæinn okkar sem frábæran búsetukost fyrir ungt fólk. Gjaldfrjáls leikskólapláss, hóflegar álögur á íbúa og ábyrgur rekstur eiga að vera þeir punktar sem við eigum stolt að geta sagt öllum frá að einkenni sveitarfélagið. Á sama tíma og blása á til sóknar er mikilvægt að áfram verði tryggt að öll grunnþjónusta sé til staðar þannig að allir hafi tækifæri til þess nýta sín tækifæri á sínum forsendum. Það er það sem einkennir Akureyri okkar allra.

Hildur Brynjarsdóttir skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00