Lausnin 6 – Tilveran er daður við dauðann
„Ágætu lesendur. Rétt er að vara við þessum hluta. Hann er skelfilegur.“
Þannig hefst pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar sem akureyri.net birtir í dag. Það er sá sjötti í sjö pistla röð sem Stefán Þór kallar Lausnin 7/7; fyrsti pistillinn kom fyrir sjónir lesenda á mánudaginn var og sá sjöundi og síðasti birtist á morgun, sunnudag.
Lausnin 7/7 er ljóðabálkur sem birtur er í sjö hlutum með hugleiðingum Stefáns um hvern hluta. Bálkurinn „fjallar öðrum þræði um fall eða bakslag og þrá eftir töfralausnum en svona almennt birtir hann fálmkenndar tilraunir einstaklings til að öðlast betri líðan,“ eins og höfundur sagði í fyrsta pistlinum.
Í upptakti að sjötta hluta þessa magnaða ljóðabálks, segir Stefán meðal annars:
„Allt það sem ort hefur verið hér á undan er aðeins forsmekkurinn þar sem fjörið og fíknin hafa togast á og ljóðmælandinn snapað eins og köttur í kringum heitan graut. Það glitti stundum í von en hér er skipbrotið algjört og hryllingurinn berskjaldaður.“
Pistill dagsins: Lausnin 6/7
Fyrri pistlar: Lausnin 1/7, Lausnin 2/7, Lausnin 3/7, Lausnin 4/7, Lausnin 5/7.