Fara í efni
Mannlíf

Bjóða til Davíðsmessu í Davíðshúsi á morgun

Haldin verður Davíðsmessa í Davíðshúsi kl. 11.00 á morgun, sunnudaginn 3. ágúst. Komin er hefð á að halda hana á sunnudegi um verslunarmannahelgi, en síðustu tvö skipti var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Séra Hildur Eir Bolladóttir heldur utan um stundina.

Sem fyrr, verða ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í aðalhlutverki á Davíðsmessu, í tali og tónum. Eyrún Huld Haraldsdóttir, íslenskukennari við MA flytur sín eftirlætis ljóð eftir skáldið og hjónin Elvý G Hreinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson flytja lög við ljóð hans. Öll eru velkomin og enginn aðgangseyrir.

 

Fólkið sem ætlar að leiða gesti Davíðshúss um ljóðaskóginn. F.v. Eyrún Huld Haraldsdóttir (mynd: MA), Elvý G Hreinsdóttir (mynd: Facebook), Eyþór Ingi Jónsson (mynd: Facebook) og Hildur Eir Bolladóttir (mynd: Sindri Swan).