Fara í efni
Mannlíf

Verslunarmannahelgi: Hvernig verður veðrið?

Farþegar skipanna sem liggja við festar voru sumir árrisulir og nutu lífsins í miðbænum. Hjartað í göngugötunni áfangastaður flestra. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Blástur allnokkur, en bjartviðri og sólskin, tók á móti veðurfréttamanni miðilsins þegar hann steig út í morgun. Fallegt en líklega einhvers staðar erfiður mótvindur fyrir ofurhlaupara (og aðra) í Súlur Vertical fjalla- og stígahlaupinu sem stendur sem hæst. En hér verður hvorkið hlaupið né skokkað heldur gáð til veðurs.

Hlýjast norðaustanlands

Veðurspá Veðurstofu Íslands frá því skömmu fyrir kl. 10 gerir ráð fyrir sunnanvindi, 8-15 metrum á sekúndu, en hvassara, eða 13-20 m/sek. vestast á landinu. Víða verða skúrir, en styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti verður 10-20 stig, hlýjast norðaustanlands. Í kvöld dregur úr vindi, en þá verða líkur á eldingum á Suðausturlandi. 

Á morgun má búast við suðvestanátt, 5-15 m/sek. og skúrum. Hvassast verður vestantil á landinu. Bjart að mestu um landið norðaustanvert, en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti áfram svipaður.

Með þessari spá fylgir eftirfarandi athugasemd veðurfræðings: „Útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt á Vesturlandi í dag með snörpum vindhviðum, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. Sjá viðvaranir.“

Nýjar viðvaranir hafa tekið gildi vegna hvassviðris, en þær gilda fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, eins og sjá má hér að neðan.

Áfram hlýtt og að mestu bjart á Akureyri

Á vefðurefnum gottvedur.is, sem er á vegum Veðurstofu Íslands, má sjá myndræna spá fyrir daginn í dag og næstu daga kl. 12 á hádegi. Enn er veðrið hluti af lífsins gæðum hér í bæ.

Hlýtt og þurrt fram að þriðjudegi

Að venju lítum við einnig til veðurs með Einari Sveinbjörnssyni og veðurvefnum Bliku (Blika.is). Einar og Blika eru við sama heygarðshornið og áðurhlýtt og að mestu bjart yfir helgina, en eins og sjá má á myndinni hér að neðan má búast við vætutíð á þriðjudag og miðvikudag.

Best á Akureyri í dag

Græni punkturinn á vefnum bestavedrid.is heldur sig við Akureyri og þeir gulu við utanverðan Eyjafjörð. Þessi mynd kemur upp á vefnum þegar stillt er á kl. 15-21 í dag. 

Sólskinið mest á Norður- og Austurlandi

Að lokum er svo yfirlit fyrir allt landið í myndrænni spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag og fram á mánudag, heimferðadag flestra sem eru á faraldsfæti. 

Laugardagur 2. ágúst

Sunnudagur 3. ágúst

Mánudagur 4. ágúst