Íþróttir
														
Þorvaldur Örlygsson kjörinn formaður KSÍ
											
									
		24.02.2024 kl. 17:55
		
							
				
			
			
		
											
									Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins í dag, laugardag. Hann er 11. formaður KSÍ og fyrsti Akureyringurinn sem gegnir embættinu.
Þorvaldur er fyrrverandi leikmaður KA, atvinnu- og landsliðsmaður og þjálfari en starfar nú sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar í Garðabæ.
Þrír voru í kjöri, Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ og Akureyringurinn, Vignir Már Þormóðsson. Niðurstaða kosningar var sem hér segir:
- Guðni Bergsson - 30 atkvæði - 20,83%
 - Vignir Már Þormóðsson - 59 atkvæði - 40,97%
 - Þorvaldur Örlygsson - 55 atkvæði - 38,19%
 
Til að hljóta kosningu þurfti 50% atkvæða. Því var kosið öðru sinni á milli þeirra Vignis og Þorvaldar.
- Þorvaldur Örlygsson - 75 atkvæði - 51,72%
 - Vignir Már Þormóðsson - 70 atkvæði - 48,28%