Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar semja við svissneskan framherja

Þórsarar semja við svissneskan framherja

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við þrítugan Svisslending, Eric Fongue, um að leika með liðinu næsta vetur. Hann er 198 cm framherji. Eric á nokkra leiki að baki með svissneska landsliðinu, að því er fram kemur á heimasíðu Þórs, og kom m.a. til landsins þegar Ísland og Sviss mættust 2016.

Fongue hefur spilað allan sinn atvinnumannsferil í heimalandinu fyrir utan fjögur ár sem hann var í háskóla í Bandaríkjunum. Lokaárið þar var hann í University of Alaska í Fairbanks. Síðustu tvö tímabil spilaði Eric með BC Boncourt, seinna árið skoraði hann 10,2 stig að meðaltali í leik og tók 3,3 fráköst.

Áður höfðu Þórsarar samið við bandarískan bakvörð, Jonathan Lawton - sjá hér.