Fara í efni
Íþróttir

Þór semur við bandarískan bakvörð

Þór semur við bandarískan bakvörð

Þórsarar hafa samið við 25 ára bandarískan bakvörð, Jonathan Lawton, um að leika með körfuboltaliði félagsins næsta vetur. Lawton lék síðast á Írlandi með Tralee og varð deildarmeistari, áður en keppni var hætt vegna heimsfaraldursins.

Þar áður lék Lawton fyrir Florida Southern College í 2. deild bandarísku háskólakeppninnar, í svokallaðri Sunshine State Conference, en nokkrir kunnir Íslendingar hafa leikið í þeirri svæðisdeild. Á lokaári í háskóladeildinni var Lawton valinn besti leikmaður Sunshine State Conference – sá mikilvægasti (Most Valuable Player), eins og Bandaríkjamenn kalla það. 

Heimasíða Þórs