Fara í efni
Íþróttir

Sögulegur árangur á Íslandsmeistaramóti

Sólon Sverrisson og Mario René þjálfari á myndinni til vinstri. Ti hægri er María Sól Jónsdóttir ása…
Sólon Sverrisson og Mario René þjálfari á myndinni til vinstri. Ti hægri er María Sól Jónsdóttir ásamt þjálfurunum Mihaela Bogodoi og Jan Bogodoi. Myndir af Facebook síðu FIMAK.

Keppendur úr Fimleikafélagi Akureyrar unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramóti í áhaldafimleikum í fyrsta skipti, þegar mótið fór fram í Versölum, heimavelli Gerplu í Kópavogi, um nýliðna helgi.

María Sól Jónsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna og hafnaði í 3. sæti í stökki og Sólon Sverrisson, sem keppti í unglingaflokki, varð í 2. sæti á hesti og í 3. sæti í stökki.

Til hamingju með þennan sögulega árangur!